Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 78
Goðasteinn 2004
í elstu heimildum um bæinn er notað heitið Sel og svo er gert allar götur til
ársins 1845. Heitið Skarðssel kemur fyrst fram árið 1841 í Sýslu- og sóknar-
lýsingum (1968:165).
1 manntali frá árinu 1703 er þess getið að Gísli nokkur Gissursson, 35 ára að
aldri, hafi búið í Seli ásamt konu sinni Steinunni Gottskálksdóttur (Manntal á ísl.
1703:498). Sama ábúanda er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns, sem tekin var saman um 1708 (Jarðabók 1913 - 1917:293).
Tuttugu og sex árum síðar búa fimm manns í Seli, Jón Símonsson ásamt börn-
um og eiginkonu (Manntal á ísl. 1703: 584).
I manntali frá árinu 1801 býr Ólafur Jónsson ásamt eiginkonu sinni, barni og
aldraðri móður að Seli (Manntal á ísl. 1801, 1978:161) og hann er enn búandi í
Seli árið 1816 (Manntal áísl. 1816, 1951:250).
Árið 1845 eru sjö skráðir til heimilis að Seli, Jón nokkur Hreiðarsson og fjöl-
skylda (Manntal á ísl. 1845, 1982:170).
I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er svohljóðandi frásögn um
Sel: „Er bygt fyrir elstu manna minni... Slægjum, sem voru, hefur blásturs sandur
spillt og liggur það lítið sem eftir er undir ágángi, jafnvel eyðileggingu. Líka
grandar gil nokkurt úr fjallinu, sem í leysíngu og vatnsgángi rennur í húsin, so
stór skaðavon er, ef ekki væri athugi á hafður. Beitarlandinu grandar og stórum
blásturs sandur“ (Jarðabók 1913-17:293). Þessi lýsing á illa við þann stað sem
rannsakaður var, en á mjög vel við staðinn undir Selgili þar sem Guðmundur
Árnason í Múla telur að sé fornt bæjarstæði Gamla-Sels (Skarðssel hið fyrsta á
mynd 3). Um þann stað verður lítilega fjallað hér á eftir.
Mynd 4. Grœnuflatarrústir. Við þessa
teikningu mœtti bæta túngarði(?) sem
myndar kassalaga form utan um allar
rústirnar. Rennan sem teiknuð er niður
úr rúst C, gœti verið leifar aftröð í átt
að bœjarhúsunum (A). (Úr Brynjúlfur
Jónsson 1898:51).
-76-