Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 202
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
til frekara náms að Skógum undir Eyjafjöllum, hvaðan hún lauk gagnfræðaprófi.
Því næst tók við Húsmæðraskóli Reykjavíkur sem vafalaust hefur skilað henni út
í lífið vel undirbúinni fyrir næstu verkefni. Um tíma starfaði hún á Hótel Borg en
ákvað að víkka sjóndeildarhringinn og hélt þeirra erinda til Noregs og starfaði á
hóteli í Þrándheimi í eitt ár.
Þuríður var kjark- og kraftmikil kona og vildi þegar hér var komið sögu reyna
sig á starfsvettvangi karla. Því dreif hún sig á námskeið til að taka meirapróf á
bíla sem hún lauk með prýði en í stað þess að setjast undir stýri stærri bifreiðar
tók hún við rekstri Bjarkarinnar, bensínafgreiðslu og greiðasölustaðar hér á
Hvolsvelli, sem olíufélag átti í þá tíð og rak hana næstu fjögur ár.
Arið 1970, þá 25 ára gömul, réð hún sig sem bílstjóra til ístaks, verktaka-
fyrirtækis sem m.a. annaðist gerð Vatnsfellsvirkjunar. Hún mun hafa verið fyrsta
konan sem hafði að atvinnu að aka risatrukkum sem kallaðir voru Cockums, ef
ekki sú eina. Eftir virkjanavinnuna starfaði Þuríður á leikskólanum á Hvolsvelli
og síðar við ýmiss störf en lengst af við bensínafgreiðslu hjá Olíufélaginu.
Arið 1987 giftist Þuríður Salóme sambýlismanni sínum, Bjarna Heiðari
Þorsteinssyni frá Guttormshaga í Holta- og Landsveit. Hann fæddist 5. apríl 1950,
og starfar sem tækjamaður og verktaki á Hvolsvelli. Börn: 1) Guðmundur Páll f.
28. ágúst 1972, starfsmaður Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og 2) Hrafn-
hildur Elísabet f. 1. febrúar 1974, húsmóðir á Selfossi, gift Jóni Trausta Ingvasyni
flugvirkja sem starfar í verktöku. Synir þeirra eru: a) Gabríel Bjarni f. 2002, b)
Natan Þór f. 2003.
Fjölskyldan var Þuríði mest virði enda lagði hún sig fram um að rækta gott
fjölskyldulíf og vissulega gat hún glaðst yfir því að eiga samheldna fjölskyldu
sem naut þess að hittast sem oftast og eiga góðar stundir á hlýlegu heimili.
Sambúð og síðar hjónaband Þuríðar og Bjarna var einstaklega ástríkt og
farsælt alla tíð. Gagnkvæm ást, væntumþykja og virðing þeirra hjóna kom glöggt
fram í veikindastríði Þuríðar.
Þuríður var beinskeytt, einbeitt en æðrulaus kona, hógvær og andsnúin allri
sýndarmennsku. Hún var fordómalaus um menn og málefni, tók því sem að hönd-
um bar óttalaus og opnum huga, hún var heil í starfi og samstarfi.
I lok árs 2002 gekkst Þuríður undir erfiða læknisaðgerð sem hafði í för með sér
veruleg umskipti í hennar lífi.
Langt um aldur fram fékk Þuríður Salóme sína hinstu hvílu í túnjaðri
æskustöðvanna heima á Akri, en þar er nú nýr kirkjugarður og var hún fyrst til að
vera jarðsett þar. Fyrir var þar duftker Svavars Guðlaugssonar frá Fögruhlíð.
Garðurinn var vígður við greftrun Þuríðar Salóme.
57: Önundur Björnsson Breiðabólstað
-200-