Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 120
Goðasteinn 2004
grip. Kýrin fékk ekki nema 67 stig af 100 mögulegum í heildareinkunn, sem sagt
á bilinu milli slæmt og sæmilegt. Ég hef því alltaf staðið í þeirri meiningu að þetta
hafi verið hörmulega ljót kýr.
Þó að mér hafi undanfarna áratugi ekki alltaf líkað ræktunin á kúastofninum
hvað byggingu varðar, þá held ég að svona útlitsljótar kýr sjáist varla núna.
Önnur ferðin var farin um helgina nálægt miðju náinskeiði austur í Mýrdal.
Hún stóð í þrjá daga og var gist í Mýrdalnum í tvær nætur. Var okkur dreift á
nokkra bæi, fyrri nóttina í Reynishverfi. Ég var í góðu yfirlæti hjá Gísla bónda á
Lækjarbakka ásamt sveitunga mínum. Seinni nóttina var okkur dreift um Dyr-
hólahrepp. Ég var þá ásaint öðrum á Suður-Hvoli hjá Eyjólfi Guðmundssyni
rithöfundi og fjölskyldu hans. Hann var þá orðinn maður háaldraður.
Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar var Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þar voru
þegnar veitingar, einnig farið í fjárhús og lét Hjalti okkur dæma byggingarlag
ánna. Ærnar voru vel á sig komnar, en eitthvað gekk okkur misjafnlega við dóm-
ana, að minnsta kosti stóð ég mig illa. Kom þar í ljós að ég hef víst ekki næmt
auga fyrir sauðfé.
Einnig var litið í íjósið sem rúmaði 20 gripi og þótti stórt. Fannst mér kýrnar
vel útlítandi á allan hátt, einkanlega að vaxtarlagi, enda talaði Hjalti um þær sem
sérstakt Þorvaldseyrarkyn, og heldur kúastofninn þar ennþá nokkuð sinni
sérstöðu. Einnig þótti okkur mikið til fjóshlöðunnar koma, bæði stór og vel viðuð,
eingöngu úr rekaviðarbjálkum, enda stendur hún óhögguð enn í dag og mun vera
orðin að því ég best veit aldargömul.
Síðan var haldið í Mýrdalinn og komið við í fjósum á nokkrum bæjum og
þegnar veitingar á Felli á leið í náttstað.
Næsta degi var svo eytt í Mýrdalnum, komið á nokkra bæi og skoðaðar kýr. Að
morgni þriðja dags var skoðað í fjósið hjá Kristjáni á Norður-Hvoli. Mér er það
minnisstætt því Kristján hafði breytt nokkuð búskaparháttum sínum sumarið áður
og verkað allan heyfeng sinn handa kúnum sem vothey. Taldi Hjalti þetta
athyglisverða heyskaparaðferð fyrir okkur Sunnlendinga og mælti heldur með
þessu. En þegar hér var komið vetrar í byrjun mars voru kýrnar farnar að linast
mjög við átið á votheyinu. Kristján var búinn að senda sýni af votheyinu í
rannsóknn en ekki búinn að fá niðurstöður.
Við fréttum svo af niðurstöðunum áður en námskeiðinu lauk og sagði Hjalti að
fundist hefði elfting í heyinu og væri það aðalástæðan fyrir lystarleysi kúnna. Við
tókum þetta gott og gilt, en með árunum hef ég orðið vantrúaður á þessa skýringu,
því samkvæmt eigin reynslu er ekki hægt að fóðra mjólkurkýr á votheyi ein-
göngu, þó gott sé að hafa það með.
Það sem mér er minnisstæðast úr þessari ferð er kúastofninn í Mýrdalnum,
-118-