Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 67
Goðasteinn 2004
Magnúsdóttir vinnukona í Skógsnesi lýsir föður Þorstein Sveinbjarnarson Krossi,
Landeyjum eystri, hennar 3. lausaleiksbrot með 3 persónum“, segir þar.
Þriðja lausaleiksbrot er refsivert athæfi og sóknarprestinum, séra Páli Ingi-
mundarsyni í Gaulverjabæ, ber að upplýsa veraldleg yfirvöld um lögbrotið, enda
bætir hann við skráninguna í fæðingardálk kirkjubókarinnar: „Tilkynnt viðkom-
andi sýslumanni 13. des. 1865.“
Séra Páli þykir faðernislýsing vinnukonunnar í Skógsnesi með nokkrum
ólíkindum. Hann er það kunnugur högum starfsbróður síns austur í Landeyjum að
hann veit að Þorsteinn sonur hans er ungur að árum, gott hvort hann er ekki enn
ógenginn fyrir gafl. En honum ber að skrá í prestsþjónustubókina hvort lýstur
faðir gengst við barninu og sama dag og hann tilkynnir sýslumanni um brot
vinnukonunnar gegn lögum og rétti skrifar hann séra Sveinbirni á Krossi og
mælist til þess að hann veiti atbeina sinn til þess að sannleikurinn um faðerni
barnsins verði leiddur í ljós. Á Krossi fara fram langar og strangar umræður
innan fjölskyldunnar. Enginn veit hvers var spurt og hverju var svarað, ef til vill
hefur prestur sjálfur þurft að svara einhverjum spurningum konu sinnar og jafnvel
sonarins unga en hvernig sem því er varið tók það nærri mánuð að ákveða hvernig
svara skyldi bréfi séra Páls enda má vera að ákveðið hafi verið að láta barnsfæð-
ingu úti í Flóa ekki spilla um of hátíðahöldum vegna annarrar barnsfæðingar fyrir
nærri nítján öldum. Séra Páli berst þó svarbréf frá nýbökuðum afa rúmum mánuði
eftir að hann sendi sitt bréf.
Samkvœmt tilmœlum Yðar í bréfi til mín clags. 13dafm. hefi eg spurt
Yngispilt Þorstein Sveinbjarnarson hér á Krossi hvort hann vildi viðgangast
faðerni barnsins Jóns, sem Kristín Magnúsdóttir á Skógsnesi í
Gaulverjabæarsókn hafði alið þann llta s.m. og uppá hann lýst. Og hefir
nefndur piltur alveg neitað að hann sé faðir að nefndu barni Kristínar. En
jafnvel þó eg hafi enga hugmynd um, að það geti átt sér stað að hann sé
faðir að optnefndu barni, þá - af því mér er skyldt hans mál og eg vil ekki
að hann afleggi eið í þessu tilliti - hlýtur hún og gefst henni kostur á að
sanna faðernið uppá hann með eiði sínum.
Krossi þann 16da Janúar 1866
Svb. Guðmundsson
Velœruverðugum Presti herra P. Ingimundarsyni
Þórður Guðmundsson sýslumaður á Litlahrauni lét sér fátt um finnast þegar
honum barst bréf frá séra Páli um að fjölgað hafi í Skógsnesi og að þar sé um
þriðja legorðsbrot móðurinnar að ræða. Hann er vel látinn, milt yfirvald og engan
-65-