Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 99
Goðasteinn 2004
eru á milli staða, hvort sem um er að ræða vatn, fjall eða aðrar torfærur. Á milli
tveggja húsa er yfirleitt valin skemmsta leiðin, nema eitthvað verði á veginum
sem krækja þarf fyrir, raunverulegt eða óraunverulegt. Staðsetning húsa ræðst af
ákveðnum venjum eða siðum, t.d. öskuhaugar sem eru í ákveðinni fjarlægð frá
bænum, kálgarðar eru helst settir örstutt sunnan við bæinn, fjárhús og smiðjur eru
byggð í einhvem fjarlægð frá bústaðnum o.s.frv. Þessar venjur eru breytilegar í
tíma og rúmi, en þær eru alltaf fyrir hendi.
Atferli af þessu tagi er m.a. háð félagslegum þáttum sem eiga rætur sínar að
rekja til reynslu kynslóðanna og reglna samfélagsins um sambúð manns og um-
hverfis og manna innbyrðis. Slíkar reglur voru og eru nauðsynlegur hluti af öllum
samfélögum manna.
Á hreyfingu sinni um rýmið skilur manneskjan eftir sig ýmislegt. Hún kastar,
týnir, gleymir eða setur frá sér gripi á þessum ferðalögum sínum og smám saman
verður hægt að lesa þessa hreyfingu í rýminu með því einu að skoða gripina og
dreifingu þeirra.
Fjöldi gripa er yfirleitt mestur þar sem manneskjan hefur verið mest á fartinni,
svo sem við bæjarhús, vinnustaði eða aðra staði þar sem hún dvelst löngum stund-
um. Því fjær sem dregur þessum stöðum því færri gripa er að vænta.
Ef við finnum hluti eða gripi með mannaverkum á drögum við þá ályktun að
gripirnir finnist vegna þess að manneskja hefur einhverntímann verið á ferðinni á
þeim stað sem gripirnir finnast á, eða að hún hafi jafnvel dvalist á staðnum í
lengri eða skemmri tíma. Safn snældusnúða á tiltölulega afmörkuðum bletti í húsi
getur þýtt að þar hafi verið spunnið, margir kljásteinar á einum stað benda til þess
að þar hafi vefstaður staðið o.s.frv.
Mikið magn gripa og fjölbreytni er oft einkennandi fyrir öskuhauga, vegna
þess að þangað var farið með sorp úr vistarverum manna þar sem menn dvöldu
lengstum. Dreifing gripa í rýminu er því engin tilviljun, þó að tilviljanir hafi ráðið
því að eitthvað týndist, eyðilagðist eða hafnaði í moldu af öðrum orsökum. Eins
getur tilviljun ráðið þegar gripur hafnar í öskuhaug, en ekki í eldstæði, en atferlið
sem orsakaði þetta var engin tilviljun. Það er sömuleiðis engin tilviljun að brennd
bein finnast í vistarverum manna þar sem eldar hafa brunnið, en það getur verið
tilviljun að finna mikið eða lítið af brenndum beinum á þessum stöðum.
Ef við athugum aðeins nánar hvar í prufuholunum við Gamla-Sel gripirnir
finnast koma nokkur athyglisverð atriði í ljós. í prufuholu 1 sést að gripirnir
finnast í meginatriðum til beggja enda holunnar, en ekki í miðjunni. Eins finnst
þar mikið af hóffjöðrum (miðað við aðrar prufuholur) sem hafa sömu dreifingu og
aðrir gripir. Eyðan um miðja prufuholuna hlýtur að þýða að vegna einhverra
aðstæðna náðu gripir ekki að lenda (deponeras) þar. Þegar snið og flatarteikningar
-97-