Goðasteinn - 01.09.2004, Side 99

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 99
Goðasteinn 2004 eru á milli staða, hvort sem um er að ræða vatn, fjall eða aðrar torfærur. Á milli tveggja húsa er yfirleitt valin skemmsta leiðin, nema eitthvað verði á veginum sem krækja þarf fyrir, raunverulegt eða óraunverulegt. Staðsetning húsa ræðst af ákveðnum venjum eða siðum, t.d. öskuhaugar sem eru í ákveðinni fjarlægð frá bænum, kálgarðar eru helst settir örstutt sunnan við bæinn, fjárhús og smiðjur eru byggð í einhvem fjarlægð frá bústaðnum o.s.frv. Þessar venjur eru breytilegar í tíma og rúmi, en þær eru alltaf fyrir hendi. Atferli af þessu tagi er m.a. háð félagslegum þáttum sem eiga rætur sínar að rekja til reynslu kynslóðanna og reglna samfélagsins um sambúð manns og um- hverfis og manna innbyrðis. Slíkar reglur voru og eru nauðsynlegur hluti af öllum samfélögum manna. Á hreyfingu sinni um rýmið skilur manneskjan eftir sig ýmislegt. Hún kastar, týnir, gleymir eða setur frá sér gripi á þessum ferðalögum sínum og smám saman verður hægt að lesa þessa hreyfingu í rýminu með því einu að skoða gripina og dreifingu þeirra. Fjöldi gripa er yfirleitt mestur þar sem manneskjan hefur verið mest á fartinni, svo sem við bæjarhús, vinnustaði eða aðra staði þar sem hún dvelst löngum stund- um. Því fjær sem dregur þessum stöðum því færri gripa er að vænta. Ef við finnum hluti eða gripi með mannaverkum á drögum við þá ályktun að gripirnir finnist vegna þess að manneskja hefur einhverntímann verið á ferðinni á þeim stað sem gripirnir finnast á, eða að hún hafi jafnvel dvalist á staðnum í lengri eða skemmri tíma. Safn snældusnúða á tiltölulega afmörkuðum bletti í húsi getur þýtt að þar hafi verið spunnið, margir kljásteinar á einum stað benda til þess að þar hafi vefstaður staðið o.s.frv. Mikið magn gripa og fjölbreytni er oft einkennandi fyrir öskuhauga, vegna þess að þangað var farið með sorp úr vistarverum manna þar sem menn dvöldu lengstum. Dreifing gripa í rýminu er því engin tilviljun, þó að tilviljanir hafi ráðið því að eitthvað týndist, eyðilagðist eða hafnaði í moldu af öðrum orsökum. Eins getur tilviljun ráðið þegar gripur hafnar í öskuhaug, en ekki í eldstæði, en atferlið sem orsakaði þetta var engin tilviljun. Það er sömuleiðis engin tilviljun að brennd bein finnast í vistarverum manna þar sem eldar hafa brunnið, en það getur verið tilviljun að finna mikið eða lítið af brenndum beinum á þessum stöðum. Ef við athugum aðeins nánar hvar í prufuholunum við Gamla-Sel gripirnir finnast koma nokkur athyglisverð atriði í ljós. í prufuholu 1 sést að gripirnir finnast í meginatriðum til beggja enda holunnar, en ekki í miðjunni. Eins finnst þar mikið af hóffjöðrum (miðað við aðrar prufuholur) sem hafa sömu dreifingu og aðrir gripir. Eyðan um miðja prufuholuna hlýtur að þýða að vegna einhverra aðstæðna náðu gripir ekki að lenda (deponeras) þar. Þegar snið og flatarteikningar -97-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.