Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 143
Goðasteinn 2004
Þeir lágu svo þarna í hrúgu og leyn-
du sér ekki þjáningar þeirra. Þó bar
vaktmaðurinn sig miklu verr, svo að
við sem uppi stóðum, ómenntaðir og
tæplega algáðir, efuðumst um
afkomu lrans til þessa lífs. Við sýnd-
um þeim því alla þá nærgætni og
kunnáttu sem við höfðum yfir að
ráða. Við buðumst til að sækja
lækni, en vaktmaðurinn stundi því
upp, að við skyldum bíða með það,
því að nú voru eldglæringarnar, sem
hann sá þegar þetta ferlíki kom yfir
hann óðum að minnka og fjarlægj-
ast. Við komum þeinr með
talsverðum erfiðleikum undir þiljur, og voru þeir alldasaðir eftir þá athöfn, en við
treystum því ekki að hafa þá ofandekks ef ske kynni að löggæslumenn rynnu á
hljóðið, og hefðum við félagar þá allir reynst sekir við þágildandi áfengisbann, og
þeir sennilega látnir á spítala, en hinir í tugthúsið. En ekki höfðum við áhuga fyrir
þeim afdrifum.
Nú gripurn við til þess ráðs, sem okkur hafði til þessa sést yfir, að við gáfum
félaga okkar vel útilátinn skammt af guðaveigum og tók hann þá brátt að hressast.
Aftur á móti harðneitaði vaktmaðurinn að taka sinn skammt, og var því mun
lengur að jafna sig, enda talsvert verr farinn. Loks kom þó að því að hann komst
það til ráðs og rænu að við freistuðum þess að yfirgefa hann og fara í land, þar
sem félagi okkar var nú orðinn sæmilega ferðafær.
Þegar við komum upp á bryggjuna kom á móti okkur maðurinn, sem við lent-
um í orðakastinu við á Skinnastöðum um kvöldið og heimtaði nú að fá að slást
við einhvern okkar. Eftir ártölunum að dæma hef ég þá verið á tuttugasta og öðru
árinu, og hafði síður en svo á móti því að lenda í smáryskingum, og ekki síður þar
sem maðurinn bar sig mjög borginmannlega og þóttist vera fær í hvað sem væri á
því sviði. Eg mæltist því til við félaga mína að fá að verða við bón mannsins og
gera honum einhverja úrlausn, og varð það auðsótt.
Eftir skamma viðureign lá maðurinn á óhreinni bryggjunni, enda virtist hann
enginn stólpagripur þegar til kom. Að lítilli stundu liðinni hjálpaði ég honum til
að standa upp, og leiddumst við upp bryggjuna og kvöddumst þar í vinskap og
óskuðum hvor öðrum langra og góðra lífdaga. Hann þakkaði mér fyrir heiðarleg
viðskipti og sagðist nú vera feitur og blómlegur allur, enda hafði að minnsta kosti
annað augað í honum og umgjörð þess tekið óeðlilega miklum litaskiptum á svo
-141-