Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 141
Goðasteinn 2004
afköstin við að brjóta ísinn af skipinu, sem virtist hafa gert samsæri gegn mann-
legum mætti til að sporna gegn því að við næðum settu marki. En þrátt fyrir
viðleitni hans hélt skipið samt áfram að mala úthafsöldurnar með aðstoð guðs og
góðra manna í átt til heimahafnar, og til Reykjavíkur komum við undir kvöld 10.
febrúar, og lögðumst út á höfn.
Þegar fréttist um komu skipsins risu prúðbúnir útgerðarmenn upp úr silki-
klæddum hægindum sínum og skipuðu svo fyrir að við skipshöfnin skyldum
halda áfram að ausa skipið, því mikill sjór var ennþá í því. En þá svöruðu allir
sem einn neitandi og sögðust vera að fara í land, og að nú mætti skipið sökkva
fyrir okkur, og við það stóð.
Viðbætir
Þegar búið var að losa aflann úr skipinu var því lagt við svonefnda Hauks-
bryggju, sem þá var talin allvirðulegt mannvirki, en orðin nokkuð gömul. Hún bar
nafn af samnefndu togarafélagi, sem þá var ekki lengur til, en sem átti á sínum
tíma tvo togara. Hét annar Ingólfur Arnarson og var hann seldur til Færeyja, en
hinn hét Þorsteinn Ingólfsson, sem Hf. Alliance keypti og hét hann eftir það
Tryggvi gamli. Bryggjan var staðsett þar sem Slippurinn er nú, eða því sem næst,
enda var enginn Slippur til í Reykjavík þá.
Þegar búið var að ganga frá skipinu þar, var meirihluti skipshafnarinnar
afskráður, þar sem reiknað var með, að það myndi taka 6-8 vikur að koma skip-
inu í það ástand, að það teldist sjófært. Sex menn voru hafðir upp á mánaðarlaun
og frítt fæði, og áttu þeir að annast undirbúning á veiðarfærum og fleiru, sem
tilheyrði næsta úthaldi. Þeir áttu að vinna tíu tíma alla virka daga að meðtöldum
matar- og kaffitímum og áttu frí á sunnudögum.
Ég taldi mig þá mjög heppinn að lenda í hópi hinna útvöldu, einkum þar sem
ég átti í raun og veru hvergi heima þá. Ég var að vísu skrifaður hjá foreldrum
mínum uppi í sveit, en dvaldi þar yfirleitt skamman tírna ár hvert. Þarna voru þrír
aðrir ungir menn, sem ekki áttu neinn öruggan samastað í bænum. Við sváfum því
allir um borð og skemmtum okkur saman á þess tíma mælikvarða þegar við töld-
um það tímabært.
Svo skeði það einn dag sem oftar, að okkur kom saman um, að aflokinni vinnu,
að fá okkur bíl og fara upp á bæi eins og það var þá kallað, og þótti þá allvirðuleg
reisa, enda vönduðum við vel til fararinnar. Mun sá undirbúningur á sumum
sviðum hafa varðað við landslög, þar sem allir sem þá höfðu áfengi um hönd voru
taldir ófriðhelgir lögbrjótar og alls staðar réttlausir. Annars minnir mig að við
tækjum þetta lögmál ekki alveg bókstaflega þá.
En nú var semsagt allt lilbúið til fararinnar, en þegar við vorum um það bil að
-139-