Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 91
Goðasteinn 2004
Mynd 14. Sniðteikning (langsnið) afprufuholu 3, langsnið A-B. Þessa greinilegu lœkkun á
lögunum undir mannvistarlaginu frá hægri til vinstri er ekki gott að útskýra. Hún er allt að 0,8 m
sé tekið tillit til lags nr. 15. Jarðlögin benda til þess að á staðnum hafi verið náttúrulegur halli
sbr. sandlinsuna (nr. 13) og gjóskulögin. (Teikn. BFE):
Lagskýringar við mynd 14 og 15.
1 Mannvistarlag, grásvart. Lagið samanstendur afmold, sandi, vikri, kolum, sóti og steinkolum.
2 Áfok, Ijósbrúnt. Sandlinsur, sem voru ofarlega í laginu, eru ekki teiknaðar sérstaklega.
3 Áfok, Ijósbrúnt. Með ca. 1 sm þykkum sandlinsum (3-4 st.).
4 Áfok, dökkbrúnt. Með mjög þykkum sandlinsum (1-5 sm).
5 Líkt og lag 3, þó breiðari sandlinsur.
6 Gróft vikurlag með einstaka moldarlinsum efst.
7 Grasrót.
8 Sandlinsa.
9 Grátt gjóskulag.
10 Grátt gjóskulag (1766?).
11 Svart gjóskulag (Katla 1721).
12 Svart gjóskulag (Hekla 1693?)
13 Sandlinsa.
14 Afok, dökkbrúnt (humus?).
15 Mannvistarlag með gjalli, kolum, mó (lítið brenndum) og einstaka brenndum beinum. Grœngráleitt og leirkennt.
mannvistarlögin í prufuholu 1 og 4. í lagi 15 fannst talsvert mikið af gjalli á mjög
afmörkuðum stað (368,7 g). Gjallið, auk mósins og viðarkolanna, bendir til þess
að lagið gæti tengst smiðju eða járngerð á staðnum. Kannski hefur sú smiðja (ef
til var) verið færð síðar og staðurinn sléttaður. Gjallið sýnir veik viðbrögð við
segulstáli og því eitthvað járn í því. Mest minnir það á gjall úr járnframleiðslu
(mýrarrauða). Um aldur gjallsins og lagsins verður ekki annað sagt en að það er