Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 167
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Skammbeinsstaði samrýndar og litu svo á að um eina stóra fjöslyldu væri að
ræða.
Þáttaskil urðu í lífi hennar er hún kynntist lífsförunauti sínum, Bjarna
Jóhannssyni frá Lunansholti, f. 16. sept 1908. Þau gengu í hjónaband þann 20.
maí 1933 og hófu það sama ár búskap í Haga í Holtum, en 1938 fluttu þau að
Snjallsteinshöfðahjáleigu fyrst sem leiguliðar en festu síðar kaup á jörðinni og
gáfu henni nafnið Arbakki. Börnin fæddust og urðu fimm að tölu, en þau eru 1)
Guðríður f. 1934 2) Jóhanna Helga f. 1939 en andaðist tæplega 2ja ára gömul, 3)
Jóhann f. 1942, 4) Sigrún 1944 og 5) Pálmi f. 1949.
Það duldist engum sem til þekktu að þau Ella og Bjarni voru samhent og sam-
taka í því sem þau tóku sér fyrir hendur og búnaðist þeim vel. Umhyggja þeirra
og virðing hvort fyrir öðru var fölskvalaus og þessi samhugur geislaði út frá þeim.
Ella leit á það sem hlutskipti sitt að helga líf sitt ljöslyldunni. Hún var
heiinakær kona, enda heimilið hennar musteri. Hún var kjölfestan og glaðværð
hennar, röggsemi og umhyggja lýsti upp hýbýlin að Arbakka. Hún var myndarleg
húsmóðir sem lagði metnað sinn í uppeldi barnanna og með festu og hlýju stjórn-
aði heimilinu, umvafði fólkið sitt og var allar stundir vakin og sofin yfir velferð
þess. Ofá voru börnin sem dvöldu að Árbakka, lengri eða skemmri tíma bæði
barnabörnin sem og skyld og óskyld, og héldu þau tryggð við þau hjón allt lífið
og litu jafnvel á Ellu sem sína aðra móður.
Heimili hennar stóð öllum opið og allir voru auðfúsugestir. Og sá velvilji sem
gestum var sýndur var dæmigerður fyrir alla rausnar framgöngu þeirra hjóna.
Árbakki var í alfaraleið og gegnum árin því oft gestkvæmt þar.
Hjá þeim hjónum fór saman að gamlar hefðir voru í heiðri hafðar þar sem
ráðdeild og búhyggindi réðu ríkjum, jafnt utan dyra sem innan, en einnig fram-
farahugur og framsýni. Búið var arðsamt og vel rekið enda Bjarni dugnaðarbóndi,
fljótur til verka og verkadrjúgur og þau hjón eins og áður sagði svo samhent í
öllu, hvort heldur var innan dyra sem utan, enda búnaðist þeim vel. Undir þeirra
hendi varð Árbakki myndarlegt býli með reisulegum byggingum og góðri ræktun.
Ella var vel gefin og vel gerð kona. Hún fylgdist grannt með allri umræðu í
dagsins önn, mannglögg, fróð og minnug. Jafnan fús að leggja góðum málum lið,
m.a. með þáttöku í starfi kvenfélagsins í Holtunum, með því starfaði hún í 70 ár
og var undir það síðasta heiðursfélagi þess.
Hún var mikil hagleikskona, það bókstaflega lék allt í höndum hennar hvort
sem um saumaskap var að ræða eða aðrar hannyrðir. Allir þeir fallegu hlutir sem
til eru eftir hana bera hagleik hennar fagurt vitni. Eftir að þau hjón létu af búskap
árið 1986 og fluttu á Hellu gátu þau sinnt hugaðrefnum sínum, sem voru fyrst og
fremst hannyrðir og umsýslan Bjarna í garðinum þeirra við Hólavanginn. Þar leið
þeim ákaflega vel, og undu sátt við sitt, og til marks um umgengni þeirra, þá voru
þau sérstaklega heiðruð af sveitarfélaginu fyrir snyrtimennsku og smekkvísi utan
dyra sem innan.
-165-
L