Goðasteinn - 01.09.2004, Side 167

Goðasteinn - 01.09.2004, Side 167
Goðasteinn 2004 Látnir 2003 Skammbeinsstaði samrýndar og litu svo á að um eina stóra fjöslyldu væri að ræða. Þáttaskil urðu í lífi hennar er hún kynntist lífsförunauti sínum, Bjarna Jóhannssyni frá Lunansholti, f. 16. sept 1908. Þau gengu í hjónaband þann 20. maí 1933 og hófu það sama ár búskap í Haga í Holtum, en 1938 fluttu þau að Snjallsteinshöfðahjáleigu fyrst sem leiguliðar en festu síðar kaup á jörðinni og gáfu henni nafnið Arbakki. Börnin fæddust og urðu fimm að tölu, en þau eru 1) Guðríður f. 1934 2) Jóhanna Helga f. 1939 en andaðist tæplega 2ja ára gömul, 3) Jóhann f. 1942, 4) Sigrún 1944 og 5) Pálmi f. 1949. Það duldist engum sem til þekktu að þau Ella og Bjarni voru samhent og sam- taka í því sem þau tóku sér fyrir hendur og búnaðist þeim vel. Umhyggja þeirra og virðing hvort fyrir öðru var fölskvalaus og þessi samhugur geislaði út frá þeim. Ella leit á það sem hlutskipti sitt að helga líf sitt ljöslyldunni. Hún var heiinakær kona, enda heimilið hennar musteri. Hún var kjölfestan og glaðværð hennar, röggsemi og umhyggja lýsti upp hýbýlin að Arbakka. Hún var myndarleg húsmóðir sem lagði metnað sinn í uppeldi barnanna og með festu og hlýju stjórn- aði heimilinu, umvafði fólkið sitt og var allar stundir vakin og sofin yfir velferð þess. Ofá voru börnin sem dvöldu að Árbakka, lengri eða skemmri tíma bæði barnabörnin sem og skyld og óskyld, og héldu þau tryggð við þau hjón allt lífið og litu jafnvel á Ellu sem sína aðra móður. Heimili hennar stóð öllum opið og allir voru auðfúsugestir. Og sá velvilji sem gestum var sýndur var dæmigerður fyrir alla rausnar framgöngu þeirra hjóna. Árbakki var í alfaraleið og gegnum árin því oft gestkvæmt þar. Hjá þeim hjónum fór saman að gamlar hefðir voru í heiðri hafðar þar sem ráðdeild og búhyggindi réðu ríkjum, jafnt utan dyra sem innan, en einnig fram- farahugur og framsýni. Búið var arðsamt og vel rekið enda Bjarni dugnaðarbóndi, fljótur til verka og verkadrjúgur og þau hjón eins og áður sagði svo samhent í öllu, hvort heldur var innan dyra sem utan, enda búnaðist þeim vel. Undir þeirra hendi varð Árbakki myndarlegt býli með reisulegum byggingum og góðri ræktun. Ella var vel gefin og vel gerð kona. Hún fylgdist grannt með allri umræðu í dagsins önn, mannglögg, fróð og minnug. Jafnan fús að leggja góðum málum lið, m.a. með þáttöku í starfi kvenfélagsins í Holtunum, með því starfaði hún í 70 ár og var undir það síðasta heiðursfélagi þess. Hún var mikil hagleikskona, það bókstaflega lék allt í höndum hennar hvort sem um saumaskap var að ræða eða aðrar hannyrðir. Allir þeir fallegu hlutir sem til eru eftir hana bera hagleik hennar fagurt vitni. Eftir að þau hjón létu af búskap árið 1986 og fluttu á Hellu gátu þau sinnt hugaðrefnum sínum, sem voru fyrst og fremst hannyrðir og umsýslan Bjarna í garðinum þeirra við Hólavanginn. Þar leið þeim ákaflega vel, og undu sátt við sitt, og til marks um umgengni þeirra, þá voru þau sérstaklega heiðruð af sveitarfélaginu fyrir snyrtimennsku og smekkvísi utan dyra sem innan. -165- L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.