Goðasteinn - 01.09.2004, Qupperneq 179
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
búsett í Reykjavík, Páll búsettur í Reykjavík, í sambúð með Gunndísi Rósu
Hafsteinsdóttur, en var áður kvæntur Hafdísi Guðmundsdóttur sem lést 1998.
Steinar er búsettur á Hellu. Sambýliskona hans er Halldóra Guðlaug Helgadóttir,
og Sigríður Linda er búsett á Selfossi, í sambúð með Þóri Auðuni Gunnarssyni.
Barnabörn Ingibjargar eru við lát hennar 18 talsins og langömmuböm tvö.
Þennan stóra barnahóp ólu þau hjónin upp í litla húsinu sínu á árbakkanum,
Þrúðvangi 26, í eindrægni og góðu samkomulagi, þar sem þröngt rýrni og kröpp
kjör á stundum kenndu tillitssemi, umburðarlyndi og æðruleysi, sem þar ríkti ofar
hverri kröfu. Ingibjörg var örlát og hjartahlý kona, lagði kapp á að sinna um
heimili sitt og fjölskyldu, og setti hag annarra ofar sínum eigin. Hún vann heimil-
inu mikið með iðni, nýtni og útsjónarsemi, og vann að auki utan heimilis lengst
af, um árabil á saumastofu og við sauðfjárslátrun hvert haust áratugum saman.
Hún var mikil hannyrðakona, og prjónaði alla tíð á börnin sín og barnabörn, og
nýtti til þess hverja stund sem gafst. Hún fagnaði hverju barni sem bættist í hóp-
inn, vissi sjálf sannleiksgildi þess gamalkveðna, að daufur er barnlaus bær, og
laðaði börnin að sér með ástúð sinni og viðmóti, sem þau skynjuðu og skildu.
Ingibjörg barst ekki á, var fáorð um eigin hag og huga. Hugðarefni hennar voru
einkum tengd ástvinum hennar og velferð þeirra, sem hún bar ætíð mjög fyrir
brjósti. Þau hjónin ferðuðust mikið innanlands fyrr á árum, einkum hér sunnan-
lands, og var Ingibjörg vel kunnug staðháttum og örnefnum víða um Suðurland.
Enda þótt hún flíkaði heldur ekki trú sinni eða skoðunum, var hún trygg og náin
kirkju sinni og var tíður gestur hér í Oddakirkju.
Ingibjörg var heilsuhraust og varð sjaldan misdægurt. Langur og strangur
vinnudagur hafði þó sett sitt mark á hana og dregið úr viðnámi hennar með
árunum. Hún lagðist veik inn á Sjúkrahúsið á Selfossi að morgni 3. febrúar 2003,
og lést þar undir kvökl sama dags, 73ja ára að aldri. Útför hennar fór fram frá
Oddakirkju 8. febrúar 2003.
Sr. Sigurður Jónsson Odcla
Ingólfur Sigurðsson, Þingskálum,
Rangárvöllum
Ingólfur var fæddur á Þingskálum 10. mars 1930.
Foreldrar hans voru hjónin Júlía Guðjónsdóttir frá
Nefsholti í Holtum og Sigurður Eiríksson sem fædd-
ur var í Arbæ á Rangárvöllum, en ólst upp á Keldum.
Þau hjón bjuggu á Þingskálum frá 1926 og síðan
meðan lifðu, en Sigurður lést 15. apríl 1973 og Júlía
-177-