Goðasteinn - 01.09.2007, Side 32

Goðasteinn - 01.09.2007, Side 32
Goðasteinn 2007 bóndi í sveit. Ónei. Hann hafði alltaf ætlað sér að fara iít í heim og verða ríkur og frægur. Hann sem var alltaf svo duglegur að læra og foreldrar hans höfðu alltaf leyft honurn að gera allt sem hann vildi. Hann var einkabarn foreldra sinna og mamma hans hafði alltaf sagt að það yrði eitthvað mikið úr honum. Hún varð því ekki hrifin af því þegar hann sagði henni að hann ætti von á barni með sveitastelpu og að hann ætlaði að flytja til hennar og gerast bóndi. Hún hafði sagt honum að gleyma stelpunni, hún gæti bara farið í fóstureyðingu, það væri mjög algengt nú á tímum. Jóhannes hafði aldrei þorað að minnast á þetta við Björgu. Honum t'annst svo undurvænt um hana þá. En honum fannst Björg alltaf vera að breytast. Kannski var þetta svona með konur. Þær breytast með aldrinum, þar að auki virðast þær bæta á sig nokkrum aukakílóum við hvern kiakka. Eða voru það bara sveitakonurnar sem gerðu það? Hann hafði ekki spáð mikið í það en svona þegar hann hugsaði um það þá fannst honum að það gæti alveg verið. Hann mundi óljóst eftir þorrablótinu síðasta en hann hafði víst skvett aðeins of mikið í sig þá. Hann rámaði þó í að hafa dansað kannski einum of mikið við vinnukonuna á Fjalli. Mikið hafði hún verið lífleg og fjörug og það var ekki honum að kenna þó að hún hafi endilega viljað kyssa hann. Kannski hann hafi verið óþarflega fljótur á sér að fara með henni út, en menn þurfa einstaka sinnum að fá sér ferskt loft og honum fannst allt í lagi að nota tækifærið þegar hún stakk upp á því að þau færu saman út. Að vísu skildi hann ekki allt sem hún sagði enda talaði hún ekki íslensku þar sem hún var víst frá Litháen eða Finnlandi eða einhverju álíka landi. Honum fannst að það ætti að skylda alla útlendinga sem koma hingað í leit að vinnu til að fara á íslenskunámskeið. Það myndi trúlega fyrirbyggja margan misskilninginn. Björg var víst ekki sérlega hrifin af þessu uppátæki hans þarna á þorrablótinu. En af hverju mátti hún þá daðra við aðra karlmenn? Var það ekki hún sem var að fikta í hárinu á honum Þrándi á Bakka og hann sá ekki betur en að hún hefði verið að hvísla einhverju leyndarmáli í eyrað á honum. Þau voru jafnaldrar og hann hafði heyrt að Þrándur hefði alltaf ætlað sér að eiga Björgu fyrir konu þegar þau voru yngri en þá hafði hann komið og ruglað öllum áformum hans. Þrándur varð víst fyrir svo miklum vonbrigðum að hann hafði heitið því að fyrst hann fékk ekki að eiga Björgu þá myndi hann ekki vilja eiga neina aðra enda hafði maðurinn víst aldrei verið við kvenmann kenndur. Ekki gat Jóhannes borið ábyrgð á því. Þrándur átti líka þennan fína nýtískulega pallbíl alveg eins og Jóhannes hafði alltaf langað svo mikið í. Þrándur var líka alltaf tilbúinn að keyra Björgu þegar hún þurfti á því að halda. Hann var víst með meirapróf og átti vörubíl og gröfu. Aldrei hafði Jóhannes unnið á gröfu eða keyrt vörubíl þó að hann efaðist ekki um að hann gæti það vel. Hann var reyndar ekki með bílpróf, það hafði verið tekið af honum þegar hann velti Land-Rovernum ofan í skurð. Ekki var það honum að kenna að bíldruslan hafði ekki tollað á veginum enda 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.