Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 34

Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 34
Goðasteinn 2007 ekki af því. Hann hafði aldrei sagt henni frá því enda kom henni það bara ekkert við. Sumt er betra að vita ekki hafði hann hugsað þegar hún spurði hann hvernig hefði gengið í fjósinu meðan hún var að heiman. „Það gekk bara vel,“ hafði hann sagt. Honum fannst að hún hefði ekki trúað sér en hún spurði ekki frekar út í þetta. Eins gott kannski því að hann vissi að hann hefði ekki staðist augnaráð hennar til lengdar. Það var eitthvað við þessi augu. Það var eins og þau vissu allt sem ekki átti að vitnast eða var hann kannski sjálfur ekki alveg með hreina samvisku? Kannski ekki en maður mátti nú eiga sín leyndarmál í friði, eða hvað? Skrítin þessi samviska, hvað var hún að stjórna hans málum. Björg hafði stundum sagt við hann að hann ætti að leita sér hjálpar, fara til sálfræðings eða geðlæknis. Hvílíkt bull. Það var ekkert að. Hann var ennþá ungur og frískur og hafði alveg stjórn á sínum málum, fannst honum. Samt læddist að honum sá grunur einstaka sinnum að Björg hefði nú eitthvað til síns máls. Hvað myndu nágrannar hans halda um hann ef þeir fréttu að hann gengi til sálfræðings? Þeir myndu halda að hann væri klikkaður. Til þess mátti hann ekki hugsa. Maður átti nú sitt stolt. Ætti hann kannski að fara og tala við prestinn? Það væri kannski ekki vitlaus hugmynd. Æ, hann var ekki viss, ekki að hugsa um það núna. Annars var þessi nýi prestur víst ansi huggulegur. Ung og einhleyp kona. Kannski yrði Björg ekki ánægð með að hann færi að ræða við hana um vandamál sín. Kannski voru bara engin vanda- mál til staðar. Kannski að hann myndi spyrja Björgu þegar þau væru komin í rúmið í kvöld hvernig henni litist á þessa hugmynd. Hann yrði auðvitað að vera tilbúinn að opna sig við prestinn. Hvernig ætli það myndi ganga? Hún svona ung og falleg og bláókunnug að auki. Hann sem gat ekki einu sinni talað við konuna sína um allt það sem honum lá stundum á hjarta. Honum fannst að Björg hefði ekki alltaf skilið það sem hann var að reyna að segja henni ef honum leið illa. Hún sagði að hann væri stundum að velta sér upp úr smámunum sem engu máli skiptu. Hann var ekki sammála en sagði ekkert bara til að halda friðinn. Samt leið honum ekki vel á eftir þegar þessi staða kom upp. Stundum langaði hann til að gráta en kunni ekki við það fyrir framan Björgu. Hann hafði stundum vatnað músum en bara smávegis og þá bara þegar enginn sá til. Kannski var hann svona lokaður eða bara gat ekki tjáð sig á eðlilegan hátt. Kannski væri bara best að láta sig hverfa frá þessu öllu saman. Ætli það myndi einhver sakna hans? Hann var ekki viss. Átti hann að stinga af, skrifa bréf og hverfa svo bara eitthvað út í buskann? Kannski var það ekki rétta leiðin. Hann hafði stundum verið að hugsa um að stinga af, fara eitthvað út í heim og týnast þar. Hann hafði einu sinni verið kominn með kindabyssuna í hendurnar en fann hvergi skotin. Svo hafði hann séð að þetta var engin lausn. Honum þótti ennþá vænt um Björgu og hvað myndi dóttir hans halda um hann ef hún svo mikið sem frétti af þessu? Hann yrði ekki merkilegur pappír í hennar augum á eftir. Nei, þá var betra að bfta á jaxlinn og reyna að horfa fram á 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.