Goðasteinn - 01.09.2007, Side 65

Goðasteinn - 01.09.2007, Side 65
Goðasteinn 2007 Ég fór svo sem leið lá inn úr Litlu-Streitum og allt inn fyrir Mið-Kanastaðagil og lagði síðan á brattann í áttina upp á Hest. Öðru hvoru reyndi ég að kalla í Þor- stein um talstöðina en það var slitrótt samband. Heyrði ég þó aðeins í þeim yfir Fauskheiðina og virtist þeim ganga allvel inn úr Tröllagjá. Síðan var þögn í tækj- unum langa hríð. Ég seiglaðist móti brekkunni og norðangarranum og stefndi vestan við Hest til að komast yfir efstu drög Hestgilsins sem er djúpt og hrikalegt hamragil sunnan við fjallið Hest og dýpkar til austurs uns það mætir ennþá miklu dýpra Gilsár- gljúfrinu. Það mun hafa verið að nálgast hádegi þegar ég stóð uppi á há-Hesti í norðan sveljanda og grimmdar gaddi. Ég hugðist taka til nestis míns úr úlpuvasanum, brauðsamloku með vænni kjötsneið en hún reyndist þá svo harðgödduð að til einskis var að reyna að bíta í hana að svo stöddu. En nú náðist aftur samband við Þorstein. Þeir voru að klóra sig upp með Hrútkolli fyrir vestan Einhyrning og gekk seint. Betur þó þegar upp kom og hallaminna varð um sinn. Sá ég brátt til ferða þeirra í sjónaukanum og gat fylgst með er þeir lögðu í brekkurnar norðvestan Einhyrnings sem leið lá upp á Síki. En þar reyndist brátt þungt fyrir. Þótt hin öfluga, stórhjóla dráttarvél væri búin keðjum í bak og fyrir, urðu nú fyrir fannadyngjur sem örðugri reyndust eftir því sem ofar dró. Þarna skefur stórfenni í brekkurnar í norðaustanátt. Austan Einhyrnings hefði e.t.v. mátt komast hærra upp en norðan hans var þá gjörófært vegna hliðarhalla, þar sem vegurinn hefur síðar verið skorinn inn í hlíðina. Kaldsamt var uppi á Hesti að fylgjast með þeim færast hægt og hægt upp undir Síkisbrúnir. Loks kom þar að allt sat fast, þrátt fyrir að kerran hefði verið skilin eftir og fjórir menn mokuðu eftir megni. Þótt ekki væri kóf að ráði, var nægur sargandi til að fylla jafnharðan í skófluförin. Þessi barátta stóð eina tvo eða þrjá tíma. Þá tilkynnti Þorsteinn að þeir hefðu afráðið að skilja vélina eftir og halda áfram fótgangandi inn að Hellrum og gista þar. Þótti mér það djörf ákvörðun, því að þeir voru án viðlegubúnaðar. En þar með var mínu hlutverki lokið og hugðist ég hraða mér til byggða enda orðinn nokkuð gegnblásinn og kaldur. En þegar ég fer að huga að niðurleið, ofan af hamrabrúninni á Hesti, kem ég auga á fjórar kindur neðst í Hesttorfunni, í norðurbrún Hestgilsins. Mér varð fyrst fyrir að kalla þessi tíðindi í gegnum tækin til Þorsteins og velta upp þeirri spurn- ingu hvort þarna gæti verið um að ræða sömu kindurnar og þeir væru að leita að. Eftir lýsingu minni á kindunum fjórum kvað hann þá vissa um að svo væri ekki. Ég reyndi nú að læðast austur með hömrum og niður austan við kindurnar til að freista þess að beina þeim vestur og upp með gilinu þar sem það verður grynnra. 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.