Goðasteinn - 01.09.2007, Page 78
Goðasteinn 2007
Nú var mikið unnið með því að ná báðurn lömbunum en samt var langerfiðasta
verkið eftir en það var að koma þeim upp að berginu, þar sem við urðum að koma
þeim upp.
Ég reyndi fyrst að fara með þau bæði í einu en það gekk alls ekki, brattinn var
svo mikill og sandurinn svo laus að ég varð að hafa stuðning af bandinu, annars
fór ég meira niður en upp. Ekki var hægt fyrir Einar að draga bæði mig og lömbin
upp sandskriðuna í einu við svona aðstæður. Ég leysti því bandið af mér en batt
svo annað lambið í það til að geyma það þarna neðst í skriðunni meðan ég reyndi
að koma hinu upp að berginu en ég varð nú samt að hafa stuðning frá bandinu sem
ég varð að gera með því að halda í það með annarri hendi en með hinni varð ég að
halda lambinu. Það var mjög bagalegt, því að ég þurfti helst að nota báðar hendur
til að færa mig upp með bandinu. Með tímanum tókst mér að komast með lambið
upp að berginu. Ég batt það svo þar við bandið og fór niður að sækja seinna
lambið. Á sama hátt tókst mér að koma því upp þangað sem hitt lambið var. I
svona ferðum vorum við jafnan með snæri til að binda með kindur sem náðust og
þurfti svo kannski að teyma. Það kom sér vel í þetta sinn að hafa nóg af slíku.
Þá var næst að draga þau í bandi upp á klettavegginn. Það var óþægilegt vegna
þess að bergbrúnin slútti mikið fram og því rakst lambið sem hékk í bandinu í
hana og sat þar fast en ég var með staf eða fjallastöng eins og þessir stafir voru
kallaðir ef þeir voru langir og með henni gat ég náð til þess að ýta lambinu frá
brúninni svo Einar náði því upp. Hann batt það nú þarna uppi hjá sér og dró svo
seinna lambið upp á sama hátt.
En þegar hann ætlaði að fara að draga mig upp, kom í ljós að einn maður getur
ekki dregið annan mann upp sem hangir í lausu lofti, þó hæðin sé ekki nema fjórir
eða fimm metrar, að minnsta kosti ekki ef bandið liggur á bergbrún eins og þarna
var. Þá datt mér í hug frásögn úr gamalli barnabók sem til var heima þegar ég var
lítill strákur og notuð var til að kenna mér að lesa. Þar var sagt frá því hvernig mýs
fóru að því að komast upp og niður sléttan vegg til að ná í ost. En þær voru með
band sem var við þeirra hæfi og á því voru lykkjur með hæfilegu millibili til þess
að þær gætu stigið í þær og gengið svo eins og í stiga. Ég sá nú að við gátum haft
sömu aðferð og sagt var í sögunni að mýsnar hefðu haft. Við bundum nú nokkrar
lykkjur á bandið og með því móti komst ég upp.
Við fórum svo með lömbin og bandið upp hamrana sem fyrir ofan voru og upp
á háhrygginn og nokkuð inn eftir honum og svo niður skriðurnar og bergfláana
sunnan í móti. Þar var á kafla slæmur vegur fyrir lausgangandi mann en seinfarið
með kindur í bandi og byrði á bakinu.
Þegar við komum niður í gil til hestanna, var orðið dimmt þar. Þótt tunglsljós
væri, naut þess ekki við niðri í gilinu. Við reiddum lömbin síðan fram að Búðar-
hamri og létum þau inn í gamla leitarmannakofann sem þar var en hann var í því
76