Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 78

Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 78
Goðasteinn 2007 Nú var mikið unnið með því að ná báðurn lömbunum en samt var langerfiðasta verkið eftir en það var að koma þeim upp að berginu, þar sem við urðum að koma þeim upp. Ég reyndi fyrst að fara með þau bæði í einu en það gekk alls ekki, brattinn var svo mikill og sandurinn svo laus að ég varð að hafa stuðning af bandinu, annars fór ég meira niður en upp. Ekki var hægt fyrir Einar að draga bæði mig og lömbin upp sandskriðuna í einu við svona aðstæður. Ég leysti því bandið af mér en batt svo annað lambið í það til að geyma það þarna neðst í skriðunni meðan ég reyndi að koma hinu upp að berginu en ég varð nú samt að hafa stuðning frá bandinu sem ég varð að gera með því að halda í það með annarri hendi en með hinni varð ég að halda lambinu. Það var mjög bagalegt, því að ég þurfti helst að nota báðar hendur til að færa mig upp með bandinu. Með tímanum tókst mér að komast með lambið upp að berginu. Ég batt það svo þar við bandið og fór niður að sækja seinna lambið. Á sama hátt tókst mér að koma því upp þangað sem hitt lambið var. I svona ferðum vorum við jafnan með snæri til að binda með kindur sem náðust og þurfti svo kannski að teyma. Það kom sér vel í þetta sinn að hafa nóg af slíku. Þá var næst að draga þau í bandi upp á klettavegginn. Það var óþægilegt vegna þess að bergbrúnin slútti mikið fram og því rakst lambið sem hékk í bandinu í hana og sat þar fast en ég var með staf eða fjallastöng eins og þessir stafir voru kallaðir ef þeir voru langir og með henni gat ég náð til þess að ýta lambinu frá brúninni svo Einar náði því upp. Hann batt það nú þarna uppi hjá sér og dró svo seinna lambið upp á sama hátt. En þegar hann ætlaði að fara að draga mig upp, kom í ljós að einn maður getur ekki dregið annan mann upp sem hangir í lausu lofti, þó hæðin sé ekki nema fjórir eða fimm metrar, að minnsta kosti ekki ef bandið liggur á bergbrún eins og þarna var. Þá datt mér í hug frásögn úr gamalli barnabók sem til var heima þegar ég var lítill strákur og notuð var til að kenna mér að lesa. Þar var sagt frá því hvernig mýs fóru að því að komast upp og niður sléttan vegg til að ná í ost. En þær voru með band sem var við þeirra hæfi og á því voru lykkjur með hæfilegu millibili til þess að þær gætu stigið í þær og gengið svo eins og í stiga. Ég sá nú að við gátum haft sömu aðferð og sagt var í sögunni að mýsnar hefðu haft. Við bundum nú nokkrar lykkjur á bandið og með því móti komst ég upp. Við fórum svo með lömbin og bandið upp hamrana sem fyrir ofan voru og upp á háhrygginn og nokkuð inn eftir honum og svo niður skriðurnar og bergfláana sunnan í móti. Þar var á kafla slæmur vegur fyrir lausgangandi mann en seinfarið með kindur í bandi og byrði á bakinu. Þegar við komum niður í gil til hestanna, var orðið dimmt þar. Þótt tunglsljós væri, naut þess ekki við niðri í gilinu. Við reiddum lömbin síðan fram að Búðar- hamri og létum þau inn í gamla leitarmannakofann sem þar var en hann var í því 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.