Goðasteinn - 01.09.2007, Page 87
Goðasteinn 2007
Um kvöldið þegar Jón Guðnason var fyrir nokkru kominn að segir hann við
einn af skipverjum sínum. „Viltu ekki ganga með mér inn á Eiði, ég er farinn að
óttast um hann Jón Brandsson. Þeir sáu hann sigla út sumir sem komu seinna.“
Þegar inn á Eiði kom sáu þeir ekkert til Jóns Brandssonar. Er Jón kom heim um
kvöldið, var hann mjög hryggur í bragði og þeir félagar allir.
Jón Brandsson fórst þennan dag með allri skipshöfn sinni, 14 manns alls, allt
hinir vöskustu menn því að Jón var annálaður formaður og aflamaður. Bæringur
var samskipa Gideon undir Sandi og sáu þeir á Gideon Bæring leggja af stað til
Eyja um dimmumótin með bunkaðan skut. Ekki sást, þegar skipið fórst en haldið
var að það hafi verið komið mitt á milli lands og Eyja. Veður var gott og var talið
að varla hefði verið öðru til að dreifa en að skipið hafi verið ofhlaðið. Sagt var að
einum af skipverjum Jóns Brandssonar, Páli frá Arnarhóli, hefði verið mjög nauð-
ugt að fara aftur. Annar maður, Ólafur Einarsson, Sigurðssonar bónda í miðbæn-
um í Hallgeirsey, unglingspiltur, hafði verið veikur og ekki getað róið um morg-
uninn. Þegar þeir fóru í seinni róðurinn, héldu honum engin bönd og fór hann upp
úr rúminu og drukknaði með þeim.
Þegar Jón Guðnason vaknaði morguninn eftir að Jón Brandsson fórst og leit út
um gluggann, segir hann: „Jæja, það er þá gott að Jón er kominn.“
Þeir settu báðir upp á helluna fyrir neðan Nýborg og sást þangað út um glugg-
ann.
Tobías fórst nokkru seinna eða rétt eftir sumarmálin með allri áhöfn. Formaður
með hann var Sigurður Þorbjarnarson. Kvöldið áður höfðu þeir komið til lands frá
Eyjum og voru eina nótt uppi og ætluðu út í Eyjar aftur því að ekki voru komin
lok. Skipið var komið á flot en þá brimaði sjóinn ört og vindur varð þungur á
austan. Hættu þeir þá við að fara ti! Eyja og ætluðu að ná landi aftur en fórust í
lendingunni. Svo mikið flýttu þeir sér að komast á flot að tveir menn af skips-
höfninni urðu eftir og var annar þeirra Jón Þórðarson í Stóru-Hildisey, nú í
Reykjavík, 93 ára gamall. En tveir Mýrdælingar sem ætluðu með þeim út í Eyjar
fórust og fórust þarna 14 menn.
Um páskana var alltaf skotist til lands með glaðning handa fólkinu á landi svo
framarlega sem leiði væri. Var það ekki mikið hjá mörgum, skeppa af rúgi og
kaffipund og nýr fiskur ef hann var fyrir hendi. En vel var það þegið af bjargar-
litlum heimilum.
Jón Guðnason var aðeins tvær vertíðir með skipshöfn sína í Nýborg. Eftir það
var hann í Birckhúsinu svonefnda á Tanganum og síðast í Garðfjósinu. í Birck-
húsinu eða Tangasjóbúðinni eins og það var kallað voru til húsa menn af fleiri
skipum en Sigursæli. Uppi á lofti var stór geymur þar sem flestir sváfu. En her-
bergi var austur á loftinu. Þar svaf formaðurinn og nokkrir fleiri og bústýran.
Menn sváfu í flatsængum og var slegið upp fjölum fyrir framan sem rúmstokk.
85