Goðasteinn - 01.09.2007, Page 88
Goðasteinn 2007
Allt var þarna óupphitað. Húsið var óþétt og lék vindsúgur í gegnum það. Var
þarna æði kalt, þegar tíðarfarið var þannig. Gengið var inn í húsið að austanverðu.
Niðri var óþiljaður geymur þar sem geymdar voru tunnur og drasl.
Þarna var útieldhús, eins og í Nýborg og var þar jafnframt lýsisbræðsla og stóð
austan við sjóbúðina og ekki áfast við hana. Ekki var þetta eldhús betra en hið
fyrra, því að það var einnig mjög gisið og rauk sandurinn oft inn á helluna, þegar
verið var að baka kökurnar. Einn páskamorguninn fennti þar inn eins og reyndar
oft endranær svo að ekki var hægt að taka upp eld og fékk bústýran þá að hita
ketilinn inni hjá konu verslunarstjórans á Tanganum, Ragnhildi Þórarinsdóttur.
Eínglingar sem sváfu á loftinu í Birckhúsinu, voru hálfmyrkfælnir á kvöldin því
að sagt var að þarna væri reimt. Kaupmaður að nafni Jóhann Júlíus Birck sem
stofnaði Tangaverslun (Júlíushaab) var danskur að ætt. Jóhann Gunnar Olafsson
segir svo frá í Sögur og sagnir að hann hafi verið myllusmiður og hafi komið til
íslands á vegum Reykvíkinga til þess að byggja myllur í Þingholtunum. Hann hafi
verið einkennilegur og þótt einrænn og margir haldið hann geðbilaðan. I Vest-
mannaeyjum hafi hann mest haldið sig í lýsishúsinu. Einhverju sinni var Birck
horfinn og með honum fjögurra potta kútur fullur af púðri. Nokkru seinna fundust
leifar af Birck vestur með Skönsum sem er að mestu stórgrýtisurð norður af Stóra-
Klifi og einhver skuggalegasti staðurinn í Eyjum. Var talið að Birck hefði fyrir-
farið sér með þeim hætti að hann hafi sest á púðurkútinn og kveikt í honum. Eftir
það þótti oft bera á reimleikum í sjóbúðinni og var talið að Birck kaupmaður væri
þar á ferðinni. Heyrðist þar oft umgangur og hávaði þar sem menn áttu ekki von á
neinum eða menn heyrðu gengið upp stigann, þegar allir voru komnir upp á
kvöldin. Var fótatakið greinilegt og þungt stigið til jarðar og ávallt tvístigið í
hverja rim. Stundum áttu þeir sem í sjóbúðinni bjuggu til að heyra gengið á milli
rúmanna hjá sér án þess að þeir sæju nokkurn. Aldrei leiddi athugun á þessu í ljós
hvernig á hávaða þessum stæði.
Ekki urðu skipverjar á Sigursæli varir við neitt óvanalegt þessar fyrstu vertíðir í
Birckhúsinu nema í eitt skipti. Allir voru komnir upp og háttaðir. Þá voru slegin
þung högg upp í loftið bæði að austan og vestan samtímis. Sumum strákunum brá
svo við að þeir breiddu yfir höfuð og bærðu ekki á sér. Enginn fór út til þess að
aðgæta þetta og fóru menn að sofa og varð ekki frekar vart við neitt óvanalegt.
Það var óskemmtilegt fyrir bústýruna að vera ein eftir í sjóbúðinni, þegar allir
voru farnir á sjóinn, oft í hálfdimmu. Aðeins einu sinni varð hún þó verulega
skelkuð. Sjómennirnir voru farnir. Hún var óvön að leggja sig eftir að þeir voru
rónir en í þetta skipti ætlaði hún að fá sér svolítinn blund. Þá dó á lampanum.
Heyrðist henni hún þá heyra eitlhvað og rauk upp og út en erfitt átti hún með að
fara út úr herberginu og niður stigann. Hún hljóp sem fætur toguðu austur að
Nýborg, var þar lokið upp fyrir henni og var hún þar þangað til fór að birta.
86