Goðasteinn - 01.09.2007, Side 127

Goðasteinn - 01.09.2007, Side 127
Goðasteinn 2007 hörðum heimi viðskipta og samkeppni yrðu þeir að standa öðrum jafnfætis á öllum sviðum. Þá var kjörorðið iðnvæðing og aftur iðnvæðing. Samvinnuhafði staðið fyrir gríðarlega mikilli iðnvæðingu og var Akureyri til dæmis að stórum hluta byggð upp með iðnrekstri samvinnumanna þótt menn leggi núna mikið á sig til að gleyma því. Jafnvel gamla KEA-merkið þykir ekki nógu fínt lengur á Akureyri og verður að taka það niður til þess að samvinnumenn nútímans geti haft góðar draumfarir. A þessum tímamótum kemur kaupfélagið enn og aftur til sögunnar. Starfsemin hafði fyrst og fremst verið þjónusta við sveitirnar og íbúa héraðsins. 1963 var vélsmiðja stofnuð sem áður hafði verið hluti af bílaverkstæði. Nýju vélsmiðjunni veitti Bjarni Helgason forstöðu. Bjarni var snillingur í öllu er laut að vélum og tækjum. Fljótlega hóf vélsmiðjan framleiðslu á tækjum fyrir landbúnaðinn. Þessi tæki voru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og ollu straumhvörfum í vinnu- brögðum og hagræðingu, bændum til hagsbóta. Margvísleg tæki voru framleidd til að auka afköst og létta störf við landbúnaðinn. Mikið var framleitt af sniglum ýmiskonar til að flytja efni frá einum stað til annars, fóðurgrindum til að gefa búfé í haga sem þóttu mikið þarfaþing, allskonar innréttingum í gripahús og tækjum til að losa hey úr súrheysturnum. Flaggskipið var þó baggatínan er leysti það erfiða vandamál að ná heyböggum upp af túnum, sem var þrælavinna og varð margur bóndinn bakveikur af því að bogra við að koma böggunum upp á heyvagnana. Af baggatínunni voru framleitt hátt í 2000 stykki eða næstum því á annað hvert býli á landinu. Baggatínan var seld allt þar til heyverkunaraðferðir breyttust og rúllu- baggaaðferðin varð ríkjandi. Óhætt er að segja að sá árangur er náðist í tækjasmíði hafi verið ótrúlegur en sýnir ljóslega hvað hægt er að gera þar sem hæfni og íagmennska ræður ríkjum. Vélsmiðjuhúsið varð fljótlega of lítið og var það stækkað umtalsvert og á vélsmiðjunni og bílaverkstæðinu unnu á milli 40 og 50 manns þegar flest var. Rafmagnsverkstæðið við Hvolsveginn stækkaði við sig og þar unnu milli sex og átta manns. Margir höfðu tekið starfsmenntun sína út hjá kaupfélaginu. Það var ljóst að til að treysta undirstöður og viðgang þorpsins varð meira að koma til. Kiángum 1970 réðist kaupfélagið í gríðarlega mikla iðnaðaruppbygg- ingu. Trésmiðjan hafði annast alls konar trésmíðar og byggingarvinnu fyrir við- skiptavini sína, meðal annars voru flestar eldhúsinnréttingar smíðaðar í trésmiðju kaupfélagsins, er notaðar voru í þeiiTÍ miklu uppbyggingu er átt hafði sér stað. Trésmiðjan var í gömlum pakkhúsum kaupfélagsins og var orðið alltof þröngt um starfsemina. Þá er hafin bygging nýs hús við Ormsvöll og trésmiðjan flutt þangað og jafnframt hafin framleiðsla á húsgögnum. Þetta voru aðallega bólstruð húsgögn eftir norskri hönnun sem þóttu afbragð og voru fyllilega samkeppnishæf, bæði hvað snerti gæði og verð og voru seld í miklu magni árum saman. Þetta hús var 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.