Goðasteinn - 01.09.2007, Page 133
Goðasteinn 2007
þeim traustustu. Óhætt er að segja að Sláturfélagi hafi tekið við þar sem kaup-
félagið hætti þótt á öðru sviði sé. En meira þurfti til.
Eins og komið hefur fram var svo til engin opinber þjónusta 1960 en á tíma-
bilinu frá 1960 til 2006 jókst ölli opinber starfsemi og þar er sveitarfélagið í
algjörum sérflokki. 1960 var oddvitinn einni launaði starfsmaður sveitarfélagsins
og aðeins í aukavinnu. En árið 2006 voru starfsmenn orðnir 104 og önnur þjón-
ustustörf 22. Þetta er ótrúlegt. Reyndar þarf að taka tillit til þess að búið er að
sameina alla austur sýsluna í eitt sveitarfélag. En það er aðeins hluti skýring-
arinnar á þessari miklu aukningu.
Núna starfa sex til sjö manns á skrifstofu sveitarfélagsins, fjórir í áhaldahúsi,
einn byggingarfulltrúi. 1960 eru tveir kennarar með skólastjóra, en nú eru 42
kennarar ásamt 20 starfsmönnum í leikskóla og tveimur starfsmönnum í Héraðs-
bókasafni. Vissulega hefur skólaárið lengst og börnum fjölgað með því að búið er
að sameina skólana í sveitarfélaginu en þrátt fyrir það er um verulega aukningu að
ræða. Við sundlaug og íþróttamannvirki starfa fimm manns, við félagsmiðstöðina
einn og í félagsþjónustu einn. Árið 1960 var læknirinn einn með alla læknisþjón-
ustu í héraðinu og rekur auk þess apótekið. Nú eru læknarnir tveir ásamt einurn
hjúkrunarfræðingi, tveir ritarar og einn sjúkraflutningamaður, þrír í heimahjúkrun
og 17 starfsmenn á Elliheimilinu Kirkjuhvoli. Á sýsluskrifstofu starfaði sýslu-
maður einn ásamt sýsluskrifara, núna eru sex manns á skrifstofunni og sex
starfandi lögreglumenn. Bankaþjónusta var engin en nú eru sex manns við störf
hjá Landsbanka íslands á Hvolsvelli.
Þessi geysilega aukning á allri opinberri og annarri þjónustu er ein af undir-
stöðunum að tilveru þessa þéttbýlis er hér hefur myndast. Segja má að öll önnur
þjónusta hafi dregist saman. Á vélsmiðju og bílaverkstæðum vinna nú um sjö til
átta manns. Ennþá blómstrar byggingarstarfsemi. Verslun er ekki svipur hjá sjón,
að stórum hluta er hún farin úr héraði og komin út á Selfoss eða til Reykjavíkur.
Þjónusta við sveitirnar er með allt öðrum hætti og miklu minni en áður var enda
hefur fólki í sveitum fækkað umtalsvert. Búskapur hefur lagst af á fjölda býla en
þau er eftir standa hafa stækkað að sama skapi. Gríðarleg tæknibylting hefur orðið
á öllum sviðum er að búskap snýr og afköstin hafa margfaldast. Nýjar atvinnu-
greinar hafa fest rætur í sveitunum og er þar umsvifamest ferðaþjónustan sem er
rekin á fjölmörgum býlum en hefðbundinn búskapur hefur dregist saman. Fjöl-
margir er hafa hætt búskap vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hafa fluttst á
Hvolsvöll og þar með stuðlað að fjölgun íbúa á Hvolsvelli.
Allir vita um þá miklu spennu er ríkir í þjóðfélaginu. Allir virðast geta allt. Við
hér höfum ekki farið varhluta af þessari nriklu uppsveiflu. Aldrei hefur verið
byggt jafn mikið af íbúðarhúsnæði eins og nú. Ráðast menn hiklaust í að byggja
þó að ekki sé búið að selja fyrirfram. En það hlýtur að vekja ugg að ekkert at-
131