Goðasteinn - 01.09.2007, Page 160
Goðasteinn 2007
(landsynningi, útsynningi) sem eru ríkjandi um allt Suður- og Vesturland en gætir
að marki allt norður í Skagafjörð og á Sprengisand og austur á Skriðdal og Aust-
firði. Staðsetning í Odda er því mjög vel marktæk fyrir þetta svæði. Oddi liggur á
hinu mikla flatlendi Suðurlands en hólarnir í Odda rísa þó vel yfir umhverfi sitt.
Það langt er til sjávar að mjög er dregið úr beinum áhrifum hans, eins og særoki
o.þ.h. Það langt er og til fjalla að staðbundinna vindstrengja og annars slíks gætir
ekki. Þó að fjallahringurinn sé fallegur í Odda, þá er fjarlægð hans svo mikil að
hann er næstum því niður undir sjóndeildarhring. Næstum því hálfur sjóndeildar-
hringurinn er auk þess til sjávar. Því sér þaðan vítt og breitt um háloft, heima og
geima. Hnattstaðan hentar einnig vel norðurljósaathugunum og öðrum geim-
athugunum. Þéttbýli með ljósagangi og rafspansáhrifum er ekki í næsta nágrenni
en þó það nærri að auðsótt er eftir þjónustu, til ráðstefnuhalds o.s.frv. Rúmlega
stundarakstur er til Odda frá Reykjavík. Enginn annar staður á Suður- og Vestur-
landi sýnist henta eins vel fyrir svona umhverfisstöð og Oddi.
Ekki er þó allt talið um kosti staðsetningarinnar í Odda. Þar við bætist einnig
nálægðin við Gunnarsholt. Það er eðlilega svo að ekki er nóg að fylgjast með
breytingum á loftslagi og geimhrifum, heldur verður líka að fylgjast með áhrifum
þeirra á yfirborð jarðar og lífríkisins þar. Þar er nærtæk samvinna við sérfræðinga
Landgræðslunnar í Gunnarsholti en nú er í hyggju að koma þar upp alþjóðlegum
Landgræðsluskóla sem hefur verið margítrekað og langþráð markmið Oddafélags-
ins. Hafa ber í huga að svona umhverfisstöð og upplýsingar frá henni hafa geysi-
lega mikla alþjóðlega þýðingu. ísland liggur sem kunnugt er eins og eins konar
flugvélamóðurskip úti í miðju Atlantshafi uppi undir heimskautsbaug. Þar má því
með hægu móti gera hinar fjölbreyttustu athuganir á föstu landi sem eru mark-
tækar fyrir gríðarstór hafsvæði og hnattstöðusvæði, svæði sem geta haft mikil
áhrif á þéttbýlislöndin beggja vegna Norður-Atlantshafs. Einnig gætir áhrifa þeirra
á íslandi, þó þannig að staðbundnar sveiflur og dægursveiflur hafa að miklu leyti
jafnast út. Heildaráhrifin verða fyrir vikið mun gleggri. Umhverfisstöð í Odda
gæti því verið mikilvægt framlag Islendinga í alþjóðlegum umhverfismálum.
Hér mætti tíunda margt fleira um ágæti Odda sem staðar fyrir fjölþátta
umhverfisstöð með áherslu á loftslags-, hálofta- og geimþætti, ásamt samþættu
eftirliti með áhrifum þessarra þátta á yfirborð jarðar af hálfu rannsóknarstöðv-
arinnar í Gunnarsholti. Vægi rannsókna hennar mundi aukast að sama skapi. Upp-
lýsingar frá svona stöð kæmu okkar eigin þjóð vel, því að hér er um að ræða ríka
áhrifaþætti fyrir tilvist okkar og búsetu við mörk hins byggilega heims, á hjara
veraldar. Jafnframt hefði svona stöð geysimikla alþjóðlega þýðingu og gæti verið
mikilvægt framlag okkar til alþjóðlegra umhverfismála. Það er ósk og von Odda-
félagsins að svona stöð megi rísa í Odda fyrir atbeina stjórnvalda og annarra
þeirra sem málið varðar og það sem fyrst.
158