Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 10
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 , ®ySg'nS salthússins Sigtún 37 í Reykjavík, fyrsta húsið sem Vigfús byggði. I framhaldi af byggingu frágengnum gluggum og dyra- körmum í u.þ.b. fjögurra metra einingum sem síðan voru reistar. Haft var 40 cm súlubil á milli ein- inga sem steyptar voru á eftir og tengdu veggina saman. Vigfúsi og félögum tókst að ljúka þessu verki á tilsettum tíma svo að slátrun gat hafist eins og ráð var fyrir gert. Eins og áður var vikið að var Al- exander Stefánsson kaupfélags- stjóri Dagsbrúnar á þessum upp- gangstímum í Ólafsvík. Það er Hraðfrystihúss Dagsbrúnar var hafist handa við byggingu salt- hússins nokkrum árum seinna eða í kringum 1960 sem átti að verða 1500 fm að flatarmáli. Þessi bygging var öll byggð úr for- steyptum einingum sem við steyptum sjálfir um veturinn í mjölgeymslu beinaverksmiðjunn- ar. Síðan reistum við húsið um sumarið. Það má geta þess að þyngstu einingarnar í húsinu sem voru sperrurnar, vógu sex tonn hver. Kraninn sem við fengum til að reisa húsið hafði aðeins lyftigetu upp að sex tonnum svo að mér leist ekkert á þetta. Ég færði þetta í tal við verkfræðing hússins sem hét Guðmundur, og sagði við hann að kraninn væri bæði gamall og lítill. Guðmundur sagði mér að hafa ekki áhyggjur því hann myndi senda mér þaulvanan mann af vell- inum og það var Hans Wium Sem við öll þekkj- Unnið við dúklagningu Salthússþaksins. um sem eldri erum og hann fór margt sem kemur upp í huga Vig- létt með þetta allt saman. Sláturhúsið í dal Arið 1972 um vorið var hafin fúsar þegar farið er að rifja upp þessa tíma og hann er ánægður með að hafa tekið þátt í þessum framkvæmdum öllum. Þó hann hafi ekki verið á sjó var hann nauðsynlegur hlekkur í þeirri keðju sem þetta hékk allt saman á. „Eitt árið barst hingað heilmikið af síld og þá var rokið í að smíða og setja upp söltunaraðstöðu fyrir eins margar konur og karla sem hægt var að ná til. Fólk var sótt suður um allar sveitir til að salta síldina og þessu fylgdi vinna langt fram á haust við pæklun og um- söltun. Eg minnist þess líka þegar Guðni Sumar- liðason og Sumarliði bróðir hans byrjuðu hér fyrstir með þorskanet. Þegar menn sáu kosti þessa veiðiskapar þurfti að smíða netaborð, renn- ur og grindur á dekkið og við þetta var mikil vinna. Oft þurfti að hlaupa til á nóttu sem degi og vinna við lagfæringar og ný- smíði meðan vertíðin stóð yfir.“ an hversu djúpt þær sykkju í mó- inn. Þessi tilraun stóð í einn sól- arhring og viti menn að lappirnar rétt mörkuðu grunnt far í móinn. Húsið var svo byggt á þessum mó sem virkar eins og stuðpúði. Áður fyrr var þessi svokallaði fjörumór nýttur sem eldiviður. Mórin var stunginn upp með þar til gerðum stál- spöðum því að venjulegar stunguskóflur unnu ekki á honum. Síðan var mórinn skorinn f þunnar flögur sem raðað var upp í hrauka með þeim hætti að vindur gat leikið um mó- inn í hrauknum sem við það þornaði fljótt og vel. Þessi mór reyndist ekki síðri eldiviður en kol enda var hann kallaður kolamór. bygging sláturhússins inni í dal. Það var mikið kapphlaup um það hvort okkur tækist að koma hús- inu upp fyrir sláturtíð en til þessa framkvæmda höfðum við aðeins 70 daga. Húsið er þannig byggt að allir veggirnir voru steyptir liggjandi á grunnplötunni með Fyrirtækin eins og bankar Vigfús kynntist að sjálfsögðu þeim mönnum sem voru með stærsta reksturinn til sjávarins á þessum árum eins og Víglundi Jónssyni, Halldóri Jónssyni og Guðmundi Jenssyni. „Eg vann mikið fyrir Guðmund Jensson. Hann var sérstaklega ljúfur maður og það stóð alltaf sem hann sagði. Léttur í skapi og stutt í grínið hjá honum. Víglundur var mjög ábyrgðarfullur maður og svolítið af gamla skólanum en alltaf gott að vinna fyrir hann. Eg vann minna fyrir Halldór. Fyrirtæki þesssara manna stóðu mjög vel á þessum árum. Þeir voru alltaf að stækka hjá sér húsin, byggja báta og gríðarleg vinna var við þessa uppbyggingu þeirra. Ég man einu sinni að Víglundur var þá að fara að byggja eitt húsið í Hróa en var á sama tíma að fara til Sví- þjóðar að sækja Stapafellið en þetta var árið 1959. Hann kemur þá til mín og biður mig að byggja

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.