Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 28

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 28
26 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 AHt mugligt mann Þorsteinn Jakobsson er starfs- maður Humals í Rifi. Hann fluttist til Olafsvíkur árið 1992. Hann kom frá Skaga- strönd en þar var hann á afla- skipinu Orvari í 10 ár. Hann er menntaður búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum og árið 1975 útskrifaðist hann sem bifvélavirkjameist- ari frá Iðnskólanum á Akur- eyri og einnig er hann með 1. stig vélstjóra. Þorsteinn hef- ur alltaf haft áhuga á járn- smíði og það fyrsta sem hann smíðaði var heyblásari er hann var á Hólum og sá blás- ari gengur ennþá. Hann var hjá Stemmu á Hornafirði og sá um allt viðhald þar og ný- smíði þegar reknetin voru upp a sitt besta. Þorsteinn Jakobsson við snyrtilínuna sem hann gerði í Þorsteinn hóf störf hjá Fisk- Fiskiðunni Bylgjunni. iðjunni Bylgju í Ólafsvík er hann hluti, færibönd, snyrtilínur og fl. kom vestur og smíðaði þar marga Nú starfar hann hjá Humli eins og áður sagði en það er fisk- réttaverksmiðja í Rifi. Hann sér í Humli um allt viðhald á vinnslulínum fyr- irtækisins eins og annarstað- ar þar sem hann hefur unn- ið. Sjómannadagsblaðið fór með Þorsteini og skoðaði smíði nokkura hluta og komst að því að þetta er listasmíði. I Klumbu er hryggskurðarvél sem er fyrir marningsvél. Þá er í Humli snyrtilína með sex ljósa- borðum og í Bylgjunni er snyrtilína fyrir kola og tindabykkju. Það er enginn spurning að það er mikill fengur fyrir eigendur fyrir- tækja að hafa svona hand- lagna menn í vinnu eins og Þorstein og það er einnig gaman að geta sýnt frá verk- um þeirra.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.