Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 30

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 30
28 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Frækileg björgun í sjómannablaði er ástæða til að minnast þess þegar sjómönnum er bjargað úr greipum hafsins en oft fer líka illa. I þessu viðtali segir Kristinn Ó. Jónsson sem var skiptstjóri á Þórsnesinu SH 108 frá því er hann bjargaði stýrimanni sínum, Bjarna Svein- björnssyni, en hann fór útbyrðis þegar þeir voru að leggja þorska- net á Breiðafirði þann 25. mars 1968 eða fyrir 36 árum. „Við vorum úti í Norðurkanti," segir Kiddó eins og hann er alltaf kallaður, ,,og vorum að leggja trossu sem við vorum nýbúnir að draga. Það var vestan sjór og élja- gangur þegar þetta skeði og netin lögðust út á hléborða. Bjarni stóð við rennuna aftur í gangi á lögn- inni og passaði uppá að greiða úr Bjarni Sveinbjörnsson sem bjargað var úr sjónum. n Kristinn Ó. Jónsson með bikarinn sem hann fékk afhentan l\ rir björgunaraífekið. flækjum eins og stundum mynd- aðist en þá voru mikið notaðar kúlur á efri teininn og steinar voru á þeim neðri. Allt í einu kemur upp flækja og Bjarni ætlar að bregða hnífnum og greiða úr henni. Skyndilega kemur bragð utan um hægri hendi Bjarna og það herðist að og hann dregst að rennunni. Strákarnir kalla og spyrja hvað sé að gerast og ég slæ af og bakka,“ segir Kiddó. Það var ekki hægt um vik að bakka en í Þórsnesinu sem var 69 lesta tré- skip, voru tvær vélar og þar af leiðandi tvær skrúfur og hætta var á að netin færu í skrúfuna þegar bakkað var. „Það er ekki verið að orðlengja það að Bjarni fer út- byrðis,“ heldur Kiddó áfram. „Hann fer með trossunni aftur með skipinu og fer fljótlega í kaf. Eftir stutta stund skýtur honum upp og við sjáum að hann er laus úr trossunni og hann er talsvert frá bátnum“. Þar sem áhöfnin vissi að Bjarni væri ósyndur varð einhver að fara á eftir honum og sækja hann. Þeir vissu að Kiddó var mjög vel syndur og kölluðu á hann að stinga sér. „Eg hugsaði mig ekki lengi um og stakk mér í sjóinn og synti að honum. Bjarni hafði þá sokkið amk. tvisvar sinn- um en loftið í stakknum sem hann var í hélt honum mikið uppi. Hann var þó orðinn mikið dasaður þegar ég kom að honum en mér gekk vel að komast með hann að bátnum,“ segir Kiddó. Vel gekk að koma Bjarna um borð enda grannvaxinn maður og svo náðist skipstjórinn inn fyrir. „Eg man að það fyrsta sem Bjarni bað um þegar bráði af honum var kaffi og sígaretta og þá vissi ég að- það var allt í lagi með hann,“ segir Kiddó en honum sjálfum varð ekki meint af. Keyrt var undir eins til Stykkis- hólms eftir þennan atburð og var Bjarni lagður inn á Sjúkrahúsið og lá þar í nokkra daga en hann hafði marist illa á hendi. Fyrir þessa frækilegu björgun skipsfélaga síns var Kiddó afhentur afreksbikar á sjómannadaginn í Stykkishólmi 1968 frá Félagi botnvörpuskipa- eigenda. PSJ. SettdccvK í Sctee^eUd^ze oy £fötáÁtýtclu<*t fiecnna, &eiitaó4Áin í titefaci Söíusfjáíi OKöíaM. v/ Ólafsbraut ■ sími 436 1012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.