Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 74

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 74
72 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Minni sjómanna flutt af Svanhildi Egilsdóttur á Sjómannahófi í Ólafsvík 2003 Kæru hátíðargestir! Mig langar að byrja á að óska öll- um sjómönnum til hamingju með daginn og þakka Sjómannadags- ráði þann heiður að fá að tala hér í kvöld. Þegar ég var beðin um að flytja erindi á sjómannadaginn fannst mér ekki annað hægt en að segja já. Það að fá að tala frammi fyrir fullum sal af sjómönnum er nýtt fyrir mér. Þegar ég var að alast upp voru þau ansi mörg skiptin sem ég varð að þegja þegar sjó- mennirnir heima hjá mér voru að hlusta á veðurfréttirnar. Eg er ekki viss um að allir hér inni viti um uppruna minn og lang- ar mig að bæta örlítið þar um. Ættir mínar liggja hingað í Breiðafjörð og ein formóðir mín var Halldóra klumbufótur sem reri sem formaður á bát frá Hergilsey í byrjun síðustu aldar. Eg er fædd á Þingeyri við Dýra- fjörð, skipstjóradóttir og systir þriggja sjómanna. Kynni mín af sjómönnum eru því löng og á mínu heimili var og er sjó- mannadagurinn mikill hátíðis- dagur. Tína upp marglyttur Flestar mínar æskuminningar eru tengdar sjónum og ég var ekki gömul þegar faðir minn smíðaði handa mér flatbytnu sem ég fékk síðan að róa á eins og ég vildi. Þeir eru og ófáir marhnútarnir sem spýtt var uppí á bryggju- sporðinum á Þingeyri. Það að hoppa í sjóinn var stundað reglu- lega og einn dagur er mér sérlega minnisstæður en þá dunduðum ég og vinkona mín okkur við að tína upp allar þær marglyttur sem við mögulega náðum í og drösl- uðum þeim upp á land. Um til- ganginn með verkinu er ég ekki viss en eitt er víst að við skemmt- um okkur vel. Minn heimur var í fjörunni og það þrátt fyrir að bræður mínir sem allir eru tölu- vert eldri en ég væru búnir að ljúga mig fulla af sögum um fjörulalla, sækýr og ísbirni sem gengju á land og rændu krökkum. Sérstaklega óþekkum stelpum að þeirra sögn. I minningunni var þetta brölt það sem flesdr krakkar á mínum aldri voru að fást við. Allavega upplifði ég mig engan veginn frábrugðna öðrum í þá daga. Arið sem ég fermdist var ég svo heppin að smokkfiskur gekk inn á fjörðinn og þvílíkt fjör, á nóttunni var veitt en á daginn þurfti að pakka og fullt af pening- um fyrir. Þetta sama ár var starf- andi hörpudisksvinnsla á Þingeyri og oftar en ekki þurfti presturinn að ná í fermingarbörnin í vinnsl- una til að kenna okkur ritning- una. Þegar ég var púki, eins og krakkar eru kallaðir á Þingeyri, voru framtíðardraumarnir þó ekki tengdir sjónum, að verða skíða- kennari og skíða eins og Ingemar Stenmark var minn æðsti draumur. En margt fer öðruvísi en ætlað er og ein- hvern veginn hafa örlögin hag- að því þannig að ég er enn að vasast í fjörum og að fara á sjó. Að giftast sjómanni var líka ekki einn af framtíðar- draumunum, aðallega vegna þess að í minni æsku var aldrei farið í sumarfrí nema þegar veðurspáin var slæm. Þegar langtímaspáin hljóðaði illa var öllum hrúgað í Landroverinn og brunað norður á Strandir. Það var með þetta fyrirheit eins og hitt að margt fer öðruvísi en ætlað er og í dag er ég gift manni sem ekki tilheyrir sjómannastétt- inni en kemst aldrei í frí á vorin því þá er hann í þessu rallinu eða hinu. Stefán Kristófersson afhendir Svanhildi og Jóni Sólmundssyni gjöf frá sjómönnum í Ólafsvík í þakklætisskyni íyrir gott samstarf. Mynd: Alfons Sjómenní Tit haminqju með daginn! raftækni •*. Snæfellsbæ Engihlíð 14, Ólafsvík. Sími: 436 1458, GSM 892 5422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.