Bókasafnið - mar. 2024, Side 4
4 Telma Sigfúsdóttir
Inngangur
Notendur Leitir.is1 telja sig örugga um að finna allt efni eftir höfund þegar þeir leita að nafni
á Leitir.is. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir fá ekki tæmandi niðurstöður þegar þeir leita
að nafnmynd einstaklings í Leitir.is, heldur einungis niðurstöður úr sumum gagnasöfnum
og ekki öllum. Í tengslum við MAnám mitt við Háskóla Íslands og starf mitt á Landsbóka
safni Íslands – Háskólabókasafni gerði ég meistararannsókn í upplýsingafræði á vensluðum
gögnum og nafnmyndastjórnun. Markmið rannsóknarinnar var að finna mögulegar leiðir
til þess að opna gagnasöfnin sem eru leitarbær í Leitir.is og tengja þau saman. Með því að
tengja saman gagnasöfnin er hægt að safna saman öllum nafnmyndum einstaklings og gera
notendum kleift að finna allt efni eftir sama aðila, óháð því hvaða nafnmynd einstaklingsins
er notuð í leitinni. Tilgangurinn er að stuðla að betra aðgengi notenda að upplýsingum.
Rannsóknin
Rannsóknin, sem var eigindleg, beindist að gagnasöfnum Landsbókasafns Íslands – Háskóla
bókasafns og aðgengi að þeim í leitargáttunum Lbs.leitir.is og Leitir.is. Hugmyndin með
Leitir.is er að safna saman efni úr mismunandi gagnasöfnum og gera það leitarbært á einum
stað, til hægðarauka fyrir notendur. Gögnin sem Leitir.is sækir í eru úr ólíkum gagna söfnum
og á mismunandi gagnasniði, s.s. MARC (MAchineReadable Cataloging) og DC (Dublin
Core). Nafnmyndaskrárnar í gagnasöfnunum eru einnig ólíkar og í þeim er notast er við
mismunandi auðkenni, s.s. URI (Uniform Resource Identifier), ORCID (Open Researcher
and Contributor ID), ISNI (The International Standard Name Identifier) og VIAF (Virtual
International Authority File). Nafnmyndaskrárnar tengjast ekki að neinu leyti.
Þegar leitað er eftir höfundi eða nafnmynd einstaklings í Leitir.is er það komið undir skrá ning
unni í hverju gagnasafni fyrir sig hvaða heimtur notandinn fær. Leit með ákveð inni nafn mynd
einstaklings skilar niðurstöðum úr ákveðnum gagnasöfnum en undan skilur niðurstöður úr
öðrum gagnasöfnum. Notandinn hefur hvorki hugmynd um hvernig kerfið er sett upp né
hugmyndaflug til þess að leita að mörgum mismunandi nafnmyndum einstaklings.
Sex sérfræðingar úr bókasafnaheiminum og hugbúnaðargeiranum, bæði hérlendis og erlendis,
voru valdir til að taka þátt í rannsókninni. Gagnasöfnunin gekk út á að varpa ljósi á reynslu
þeirra af tæknilegum leiðum sem hægt er að fara til þess að tengja saman gagna söfn sem
1 Leitir.is er byggt á hugbúnaðinum Primo VE frá Ex Libris. Leitir.is er leitargátt fyrir alla en hver safnakjarni og hvert
safn í bókasafnasamlaginu á Íslandi hefur sína eigin notendasýn (e. view). Leit í Lbs.leitir.is á háskólanetinu veitir
notendum aðgang að efni Landsbókasafns, efni í landsaðgangi og séráskriftum Háskóla Íslands. Til einföldunar
verður rithátturinn Leitir.is notaður hér eftir um bæði Lbs.leitir.is og Leitir.is, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Afhverju finn ég ekki allt efni eftir höfundinn?
Rannsókn á vensluðum gögnum og nafnmyndastjórnun
Höfundur: Telma Sigfúsdóttir