Bókasafnið - mar. 2024, Page 8
8 Telma Sigfúsdóttir
Nafnmyndin í Opnum vísindum er „Benediktsson, Jon Atli“ en þegar leitað er í sama leitar
prófíl með leitarstrengnum „Benediktsson, J. A.“ finnst þessi tiltekna færsla ekki eins og
mynd 2 sýnir. Leitarniðurstaðan er í stafrófsröð og þar sést að greinin „Remote Sensing
Image Classification Using Attribute Filters Defined over the Tree of Shapes“ kemur ekki
fram í niðurstöðulista.
Hvað getum við gert?
Þrátt fyrir að Leitir.is sæki gögn úr mismunandi gagnagrunnum tengjast gögnin ekki saman
í leitar niðurstöðum. Á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni er einnig boðið upp á leit
í hverjum gagnagrunni fyrir sig, eins og Skemman.is, Opinvisindi.is og Iris.is. En hugmyndin
með Leitir.is er að safna saman mismunandi gagnasöfnum í eina leitargátt til hægðarauka
fyrir notendur svo þeir þurfi ekki að leita í mörgum kerfum og leitarvélum.
Tilgangurinn með rannsókninni er að nýta hana til að leysa vandann við lélegar leitar heimtur
þegar leitað er að nöfnum einstaklinga í Leitir.is. Rannsóknin sýnir að margar leiðir eru færar
til að tengja gögnin saman. Um leið og ákveðið hefur verið að fara af stað með slíka vinnu
þarf að byrja á greiningarvinnu til að ákveða hvaða leið er ákjósanlegust fyrir okkur. Það
er ljóst að hvaða leið sem verður fyrir valinu krefst hún mikillar tæknikunnáttu og verður
kostnaðarsöm og tímafrek.
Það fyrsta sem við þurfum að gera er að opna gögnin og koma á sameiginlegum auðkennum
í öllum gagnagrunnunum til að eiga möguleika á að vensla þau saman. Nafnmyndafærslur
þurfa að innihalda einkvæm auðkenni til þess að hægt sé að tengja saman tvær eða fleiri
mismunandi nafnmyndir sama einstaklings og koma í veg fyrir að tveir einstaklingar með
sama eða svipað nafn fái eina og sömu nafnmyndafærsluna.
Mynd 2: seinni Leitarniðurstaða úr Lbs.Leitir.is. Leitarstrengur: benediktsson, J. a.