Bókasafnið - Mar 2024, Qupperneq 12

Bókasafnið - Mar 2024, Qupperneq 12
12 Stefán Þór Hjartarson Vefir bókasafnanna voru allir þannig skipulagðir að starfsfólk bókasafnsins sinnir þeim með­ fram öðrum störfum. Enginn einn starfsmaður sá alfarið um vefmál og engir vefstjórar voru í fullu starfi við bókasöfnin. Hvergi var vefstefna til staðar og lítið sem ekkert var framkvæmt af notendaprófunum. Vinna við vefina byggist að mestu á tilfinningu starfsfólks eða hefðum. Í þessum atriðum komu niðurstöður rannsóknarinnar heim og saman við fræði l egar undir­ stöður hennar. Tucker o.fl. (2004) hafa bent á aukið álag á starfsfólk háskólabókasafns vegna umsýslu með gagnasöfn og Line (1992) og Spalding og Wang (2006) hafa rætt áhrif lægri fjárveitinga á háskólasöfn. Þessar rannsóknir eru komnar til ára sinna, en Þórný Hlynsdóttir (2013) kemur auga á svipað ástand hér heima þegar hún bendir á að atriði eins og skuldbindingar háskólasafna vegna áskrifta í Landsaðgangi og samninga við útgefendur geri að verkum að söfnin hafa lítið fjármagn til að setja í önnur verkefni. Gera má ráð fyrir að þetta eigi líka við getu bókasafnanna til að setja fjármuni og tíma í að sinna vefmálum. Samantekt Öll bókasöfnin stunda kynningarmál af einhverju tagi og þar er vefurinn miðstöð sem notendum er beint inn á. Flestir viðmælendur nefndu að þau notuðu samfélagsmiðla til að vekja athygli á þjónustu safnsins og því starfi sem fer þar fram. Flestir voru meðvitaðir um samkeppni frá leitarvélum eins og Google um upplýsingaleitir. Vefmál á háskólabókasöfnum á Íslandi stjórnast að miklu leyti af aðstæðum hvers safns. Þau eru mótuð af stjórnkerfi og hefðum skólans eða stofnunarinnar sem þau tilheyra. Þar er átt við bæði vefinn sem slíkan og einnig vinnuna sem fer í hann, t.d. stefnumótun, upp færslur og þróunarvinnu. Þeir fjármunir sem fara annars vegar í uppsetningu og tæknilegt viðhald vefs og hinsvegar þeir sem renna í ráðningar á safnið setja söfnunum skorður og móta aðstæður á hverjum stað. Vefir safnanna endurspegla sérfræðiþekkingu þess starfsfólks sem ráðið er inn á hverjum stað og sérfræðingar sem ráðnir eru á háskólasöfn hafa mismikla þekkingu og tíma til að sinna vefmálum. Að halda utan um vef er verkefni sem mikilvægt er að huga að í starfi háskólasafna. Vefsíður hafa þann kost umfram flestar aðrar miðlunarleiðir, að þær eru lifandi. Þar er hægt að bregðast við nýjum aðstæðum í rauntíma auk þess sem hægt er að breyta framsetningu upp lýsinga og viðmótsstillingum til að koma betur til móts við þarfir notenda. Á sama tíma er þetta eðli vefsíðna einnig galli. Vef þarf stöðugt að sinna, hann er alltaf í þróun og verk efnið hefur engan endi. Ef honum er ekki sinnt þá staðnar hann, notendur hafa ekki gagn af honum og hætta að nota hann (Krug, 2006; Nielsen, 1994). Á þeim bókasöfnum sem skoðuð voru í rannsókninni var enginn með sérfræðiþekkingu á málefnum bókasafnsins í fullu starfi við að sjá um vefinn. Þá var hvergi verið að skoða notkun vefsins, nema mjög óformlega og að takmörkuðu leyti. Hugsanlegt er að þetta geti breyst á næstu árum. Við Háskóla Íslands hefur í nokkur ár verið kennt námskeið um vefstjórnun sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.