Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 26

Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 26
26 Sif Sigurðardóttir Það er ekki bara safnkennsla sem fer fram á bókasafninu heldur er líka mikið af námsaðstoð í boði á safninu. Við erum með ritver þar sem starfsmaður bókasafnsins aðstoðar við ritgerðaskrif og heimildaleitir. Námsver skólans er staðsett á safninu og síðustu annir hefur færst í aukana að stoðtímar og jafningjafræðsla í ýmsum fögum fari fram á bókasafninu. Á framtíðarbókasafninu sjáum við fyrir okkur að þetta verði með svipuðu sniði, nema aðstaðan til kennslu verði betri. Við höldum áfram að flétta bókasafnsþjónustuna inn í kennslu við skólann og að bjóða fram aðstöðu safnsins til kennslu og námsaðstoðar. Einnig munum við vinna að því að kennsla okkar í upplýsingalæsi verði fastur liður í fleiri fögum enda mun þörfin fyrir slíka þekkingu halda áfram að aukast. Nýjar áskoranir og ný sóknarfæri Um þessar mundir fer mikið fyrir umræðu um gervigreindarþjónustuna ChatGPT og ás koranir sem fylgja þeirri tækni í skólastarfi. Þetta á sér­ sta klega við þegar kemur að upp lýsingalæsi þar sem uppruni upplýsinganna sem gervigreindin notar er óþekktur og erfitt fyrir notendur að vita hvaða fullyrðingar eiga við rök að styðjast. Gervi­ greindarforrit eins og ChatGPT eru til ýmissa hluta nytsamleg, en þegar kemur að áreiðanleika upp­ lýsinga er enn langt í land og forritið er gjarnt á að skálda í eyðurnar þegar það hefur ekki nægilegar upplýsingar. En tækni af þessu tagi er komin til að vera og skólar þurfa að bregðast við. Nemendur eru farnir að nota ChatGPT og í stað þess að banna þeim að nota þetta verkfæri þarf að kenna þeim að nota það. Þau þurfa kennslu í því hvernig þessi nýja tækni virkar, hvað hún getur gert og hvað hún getur ekki gert. Í þeim tilgangi eru kennarar til dæmis farnir að leggja verkefni fyrir nemendur þar sem þeir nota ChatGPT til að svara spurningum en eiga svo sjálf að fara yfir svörin, vega og meta hvort þau séu góð og rökstyðja mat sitt. Í námsmati af þessu tagi er mikið sóknarfæri fyrir bókasafnið því upplýsingalæsi er jú okkar fag og þarna er tilvalið að flétta inn kennslu bókasafnsins í upplýsingalæsi. Einnig gæti bókasafnið boðið upp á vinnustofur fyrir kennara þar sem farið er yfir notkun á nýrri tækni eins og ChatGPT með upplýsingalæsi og virðingu fyrir heimildum að leiðarljósi. Hlutverk bókasafnsins í stuðningi við nýjar leiðir til námsmats getur líka falist í kennslu á nýjar miðlunarleiðir. Þær verða sífellt mikilvægari í námsmati eftir því sem ný tækni dregur úr vægi hefðbundinna skriflegra verkefnaskila. Mynd 4: aðstoð á bókasafninu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.