Bókasafnið - mar 2024, Page 30

Bókasafnið - mar 2024, Page 30
30 Gróa Finnsdóttir Þegar þetta er skrifað er ég búin að prjóna heilmikið, taka til, elda góðan mat, sinna fólkinu mínu, lesa og skrifa enn meira. Og nú er sagan mín loksins komin í hendur ritstjóra út gefanda sem er býsna ánægður með afraksturinn og verður bókin tilbúin til útgáfu innan fárra mánaða. Það er kitlandi tilfinning. Þegar fyrri skáldsagan mín kom út, rétt fyrir sjötugsafmælið mitt, fannst fólki réttilega, að hún greindi frá svo hryllilegum atburðum að ég yrði að skrifa um eitthvað fallegra næst. Mér var ljúft og skylt að verða við þeirri ósk. Ég náði góðu samkomu­ lagi við væntanlegar persónur bókarinnar sem samþykktu að þetta yrði ástarsaga. Svo þegar allir lausu minnispunktarnir úr rauða kassanum voru komnir í eitt skipulegt handrit að bók sýndist mér bara að þarna væri komin hin ljúfasta ástarsaga ýmissa skemmtilegra persóna. Meðal annars sjötugrar konu.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.