Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 31

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 31
Bókasafnið 44. árg – 2024 31 Inngangur Fyrir nokkru sá ég fyndið myndband á Youtube. Þar sést barn spyrja tækið Alexu hvort hreindýr geti flogið. Alexa svarar sannleikanum samkvæmt og þar með dregur barnið þá ályktun að jólasveinninn sé ekki til. Innihald þessa myndbands er ekki aðeins skemmtilegt, heldur segir það okkur líka tölu­ vert um upp lýsingahegðun og þær risa stóru breyt ingar sem við stönd um frammi fyrir. Barnið dregur þá ályktun af svari Alexu að jóla sveinninn sé ekki til og faðirinn situr í súpunni. Tæknin breytir upp lýsingahegðun okkar, hvort sem við erum sátt við það eða ekki. Ekkert var eð lilegra fyrir dr enginn en að spyrja tækið um tilvist flj úgandi hreindýra og hann trúði rödd Alexu betur en pabba sínum. Eftir að þetta myndband komst á flug brugðust tæknifyrirtækin við og breyttu svörum Alexu, Siri og Google þannig að sagt var að almennt gætu hreindýr ekki flogið, en hreindýr jólasveinsins gætu hins vegar flogið því þau væru töfra­hreindýr. Það var með öðrum orðum gerð tilraun til að aðlaga svör tækjanna til að þau gætu líka logið að börnunum okkar og viðhaldið þannig jólatöfrunum. Á þeim stutta tíma sem hefur liðið frá því drengurinn spurði um tilvist fljúgandi hreindýra hafa gervigreindin og spjallmennin (e. LLM: large language models) haldið enn frekari inn­ reið sína í líf okkar allra á áþreifanlegri hátt en áður. Þótt ChatGPT gervigreindin sé ekki leitarvél og hafi ekki verið hönnuð sérstaklega með þá virkni í huga, getum við bókað að upplýsingahegðun fólks mun breytast með þessari tækni. Við hættum fljótlega að „Googla“ og förum að „Chatta“. Auk þess spretta fram nýjar gerðir spjallmenna nánast daglega, og sum þeirra eru hönnuð með leit í huga. Þótt breytingum fylgi oft kostir, og vissulega er það svo við tilkomu gervigreindarinnar, eru líka einhverjir varnaglar sem þarf að skoða. Við tilheyrum sem dæmi öll einhverju samfélagi. Samfélagi sem viðheldur ákveðnum hefðum og við höfum hæfni til að aðlaga hegðun okkar mjög að þeim venjum sem haldið er að okkur. Þetta gerir okkur kleift að samþykkja tvo „sannleika“ þótt þeir stangist á. Þannig eru jólasveinarnir til, en samt ekki. Guð er til og skapaði heiminn á sex dögum, en samt ekki og við getum lesið skáldsögur, lifað okkur inn Gervigreindin mun afhjúpa jólasveininn Mynd 1: stiLLa úr Myndbandinu aLexa Just ruined cHristMas for aLL of us Höfundur: Helgi Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.