Bókasafnið - mar. 2024, Side 32
32 Helgi Sigurbjörnsson
í þær og fundið til með sögupersónum þótt við vitum að þær hafi í raun aldrei verið til.
Spjallmennin bera ekkert skynbragð á þetta, enda er hér um tæki að ræða en ekki persónu.
Ef þú spyrð ChatGPT hvort jólasveinninn sé til stendur ekki á svari:
Santa Claus is a legendary figure who is typically associated with the Christmas holiday.
While Santa Claus is not a real person, many people enjoy the tradition of telling stories
about Santa Claus and his role in delivering gifts to children on Christmas Eve. Santa
Claus is often depicted as a jolly, bearded man in a red suit who lives at the North Pole
and is aided by a team of reindeer, including Rudolph.
The story of Santa Claus has its origins in various folklore and traditions, including Saint
Nicholas, a Christian bishop known for his generosity in the 4th century. Over the years,
the Santa Claus legend has been popularized and adapted in different ways by various
cultures, and he has become a symbol of holiday cheer and giftgiving.
In summary, while Santa Claus is not a real, living person, he is a beloved and enduring
character in the cultural traditions of Christmas celebrations.
Spjallmennið hefur miklar upplýsingar um efnið, en tekur ekkert tillit til þess hvort viðhalda
eigi barnatrúnni hjá spyrjanda eða ekki. Spjallmennið stendur utan við reynsluheim okkar,
líkir eftir tali okkar, en hefur ámóta skilning og brauðrist á því sem það setur fram. Spjall
mennið ChatGPT fylgir því hiklaust systur sinni Alexu í því að svipta jólin töfrum sínum.
Innbyggðir fordómar
En þótt gervigreindirnar séu í raun skilningsvana, endurspegla svör þeirra mjög þau gögn
sem þær hafa verið þjálfaðar á. Þannig endurspegla svörin oftast viðhorf meirihlutans og
viðhalda staðalmyndum sem gegnsýra gögnin. Þessu þurfa síðan forritarar að bregðast við
og leiðrétta eftirá. Ef þú biður Midjourney, Night Cafe, Stable Diffusion eða einhverja aðra
skapandi gervigreind um að gera mynd af hinni fullkomnu móður verður niðurstaðan í
líkingu við þetta:
Mynd 2: nigHt cafe: perfect MotHer Mynd 3: stabLe diffusion: perfect MotHer