Bókasafnið - mar. 2024, Síða 37

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 37
Bókasafnið 44. árg – 2024 37 Inngangur Í greininni er fjallað um aðdraganda, útboð, val, samninga auk innleiðingar og gang setningar nýs hugbúnaðar fyrir bókasafnakerfið Gegni og leitargáttina Leitir. Hugbúnaðurinn leysti af hólmi eldri hugbúnað. Verkefnið dreifðist yfir árin 2017–2022. Ábyrgð verkefnisins og umsýsla var í höndum Landskerfis bókasafna hf. Fjölmargir komu að framkvæmdinni en á engan er hallað þó að Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sé þar nefnt sérstaklega. Við val á nýju bókasafnskerfi þurfti að líta til sjónarmiða háskólasafna jafnt sem al menn­ ings bókasafna og skólabókasafna, skráningarmöguleika samkvæmt nýjum og komandi skráningarstöðlum og handhægrar vinnslu útlána. Þá þurfti að huga að íslenskun, öryggi gagna, persónuverndarsjónarmiðum, möguleikum á tengingum við ytri kerfi auk þess að meta kostnaðarþætti. Innleiðingarverkefnið var í grunninn tæknilegs eðlis en þó var það víðtækara en svo enda fylgdu því miklar breytingar fyrir stóran hóp vinnustaða og starfsmanna þeirra. Brúa þurfti ólíka menningarheima heima og heiman, heyra mismunandi sjónarmið og hafa í huga sundur leita hagsmuni. Síðast en ekki síst þurfti að miðla málum og upplýsingum um það sem framundan var. Ýmislegt ófyrirséð dreif á dagana sem hafði óvæntar vendingar í för með sér. Á stundum var erfitt að halda kúrs, einu sinni kom stopp og víst er að verkið reyndi á úthald og dug margra. En allt hafðist þetta á endanum og er það mat greinarhöfundar að þegar upp er staðið hafi tekist vel til þótt vissulega hefði ýmislegt mátt ganga betur og vera auðveldara í ferlinu. Þarfagreining og markaðskönnun Þarfagreining fyrir val á nýju bókasafnakerfi hófst með formlegum hætti haustið 2017 er fjórir hópar sérfræðinga tóku til starfa. Hóparnir voru skipaðir 23 sérfræðingum frá ólíkum gerðum bókasafna víðs vegar um landið auk starfsfólks Landskerfis bókasafna. Niðurstöður hópanna voru birtar í greinargóðri skýrslu sem kynnt var síðla nóvember. Landskerfið vann áfram með niðurstöðurnar ásamt ráðgjafa og lokaafurðin leit dagsins ljós í kröfulýsingu fyrir útboðsgögn snemma árs 2018. Í janúar 2018 fól Landskerfið Ríkiskaupum framkvæmd svokallaðrar markaðskönnunar (e. Request for Information) á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilgangurinn var bæði að vekja athygli á fyrirhuguðu útboði og ekki síður að reyna að átta sig á hverjir gætu verið væntan­ Endurnýjun hugbúnaðar fyrir Gegni og Leitir Höfundur: Sveinbjörg Sveinsdóttir

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.