Bókasafnið - mar 2024, Síða 42

Bókasafnið - mar 2024, Síða 42
42 Sveinbjörg Sveinsdóttir Stofnkostnaður við kerfisinnleiðingu hljóðaði upp á tæpar 44 m.kr. í samningi og árlegt þjónustugjald eftir gangsetningu reiknaðist í kringum 42 m.kr. Samningurinn er til átta ára með möguleika á framlengingu um fjögur ár þannig að samningstími getur teygt sig í tólf ár ef áhugi verður á því. Undirbúningur og samkomutakmarkanir Ekki var beðið boðanna þegar samningur var í höfn og hófst undirbúningur verkefnisins með formlegum hætti á fjarfundi aðila 18. nóvember 2020. Þetta átti eftir verða fyrsti fjar­ fundurinn af mörgum því heimsfaraldur stóð yfir og lokaði á möguleika á ferðum milli landa. Innleiðingarárin mörkuðust af samkomutakmörkunum, fjarvinnu og ­fundum, áhyggjum og veikindum. Þessar ytri aðstæður bættu í álag sem fyrir var vegna innleiðingar nýs bóka­ safnskerfis. Á fjögurra mánaða undirbúningstíma verkefnisins voru unnar hönnunarlýsingar fyrir umsömdu kerfisviðbæturnar, kerfishögun ákveðin auk þess sem lögð var lokahönd á verk­ og tímaætlun. Verkáætlun var frá upphafi mjög stíf en gert var ráð fyrir gangsetningu kerfa í júní 2022 og átti sú tímasetning eftir að standast. Mynd 8: saMninguM MiLLi Landskerfi bókasafna og ex Libris fagnað á fJarfundi

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.