Bókasafnið - Mar 2024, Page 47

Bókasafnið - Mar 2024, Page 47
Bókasafnið 44. árg – 2024 47 efni og miðla þeirri þekkingu til safna. Á sama tíma þurfti að halda eldri kerfum í rekstri og sinna margvíslegri þjónustu við þau. Það er eðli verkefna af þessari stærðargráðu að stöðugt kemur eitthvað óvænt og ófyrirséð upp á sem þarf að taka á og finna góðan farveg samhliða öðrum viðfangsefnum. Þannig bætast stöðugt viðfangsefni á verkefnalistann. Það er áskorun að hafa heildaryfirsýn yfir verkefnið, vakta framgang og halda tímaáætlun, ekki síst þegar aðföng eru takmörkuð. Þegar horft er til baka er gagnlegt að hafa tímalínu til hliðsjónar í þeim tilgangi að reyna að fá yfirsýn yfir atburðarrásina. Lýsing Dagsetning Þarfagreining vegna vals á nýju bókasafnakerfi – ræsfundur sérfræðihópa 31. ágúst 2017 Lokaskýrsla sérfræðihópa kynnt á fundi 21. nóvember 2017 Markaðskönnun (e. Request for Information) vegna fyrirhugaðs útboðs innan EES. 10. janúar 2018 Drög að kröfulýsingu birt á landskerfi.is 19. febrúar 2018 Útboð bókasafnakerfis auglýst á EES 26. mars 2018 Opnun tilboða tveggja bjóðenda – dæmd ógild 14. maí 2018 Nýtt útboð bókasafnakerfis auglýst á EES 24. maí 2018 Opnun tilboða frá sömu bjóðendum og áður 7. júní 2018 Notandadæmi tilbúin og send til bjóðenda 14. júní 2018 Dómnefndir að störfum ­ notandadæmi 26. ­ 28. júní 2018 Samningaviðræður í Reykjavík September 2018 Ríkiskaup kallar eftir uppfærðum tilboðum bjóðenda að afloknum viðræðum 24. október 2018 Ný tilboð frá bjóðendum berast 5. nóvember 2018 Ríkiskaup kallar eftir lokatilboðum Nóvember 2018 Lokatilboð berast frá bjóðendum 20. nóvember 2018

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.