Bókasafnið - mar. 2024, Side 50

Bókasafnið - mar. 2024, Side 50
50 Gunnhildur Kristín Björnsdóttir | Minning : Arndís Sigríður Árnadóttir Grunnur að nútíma bókasafnsþjónustu hér á landi, var lagður eftir miðja síðustu öld þegar sérmenntuðum bókasafnsfræðingum tók að fjölga og frumkvöðlar hófu með elju og dugnaði að breyta bókasöfnum í lifandi þekkingarmiðstöðvar. Þessir bókasafnsfræðingar urðu fyrirmyndir okkar sem á eftir komu og ein þeirra var Arndís Sigríður Árnadóttir. Arndís S. Árnadóttir var fædd 12. nóvember 1940. Hún varð bráðkvödd í París 8. september síðastliðinn. Arndís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám í listasögu við Hollins College í Roanoke í Viginíu í Bandaríkjunum 1960­1961. Hún flutti síðan aftur til Bandaríkjanna og bjó þar á árunum 1964­1974. Hún lauk þá prófi í innanhússhönnun við Maryland Institute College of Art 1972 og sótti auk þess námskeið í ýmsum listgreinum við Towson University. Eftir að heim til Íslands kom lauk Arndís BA­prófi í bókasafns­ og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands 1980 og síðar MA­prófi í hönnunarsögu frá De Montfort University í Leices­ ter í Bretlandi 1997. Árið 2011 varði Arndís doktorsritgerðina Nútímaheimilið í mótun: fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900-1970, í sagnfræði við Háskóla Íslands og fjallar ritgerðin um þær breytingar sem urðu á híbýlaháttum Íslendinga á þessu tímabili. Ritverk þetta sem var algjört brautryðjendaverk, er mikilvægt framlag til Arndís Sigríður Árnadóttir 1940 - 2023 Mynd 1: arndís við doktorsvÖrnina í HátíðarsaL Hí 19. ágúst 2011. LJósMynd: kristinn ingvarsson Minning Höfundur: Gunnhildur Kristín Björnsdóttir

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.