Bókasafnið - Mar 2024, Page 52

Bókasafnið - Mar 2024, Page 52
52 Gunnhildur Kristín Björnsdóttir | Minning : Arndís Sigríður Árnadóttir Arndísi liggja sömuleiðis greinar í bókasafnsfræði, meðal annars um samræmt aðgengi og varðveislu listheimilda, stafræn myndgagnasöfn og íslensk bókverk. Með Arndísi er farin dýrmæt þekking. Í sjónmáli voru þrjár bækur, bók hennar um Svein Kjarval og sögu MHÍ í samstarfi við fleiri höfunda. Þá voru einnig skrif nokkuð á veg komin um íslenska hönnun í samstarfi við Elísabetu V. Ingvarsdóttur. Arndís átti þátt í að stofna norrænt samstarf listbókasafna (ARLIS/Norden) en bóka safn MHÍ var að hennar frumkvæði, ásamt bókasafni Listasafns Íslands, aðili að samtökunum frá upphafi 1986. Sjálf sat hún árum saman í stjórn samtakanna. Arndís hvatti önnur íslensk bókasöfn með listheimildir að taka þátt og fyrir hennar tilstuðlan urðu þau flest aðilar að samtökunum. Þátttaka íslenskra listbókasafna í ARLIS/Norden hefur verið til mikilla hagsbóta og víkkað sjóndeildarhring starfsmanna safnanna. Auk þátttöku í ARLIS/Norden, sat Arndís í stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar, var félagi í Listfræðafélagi Íslands og Reykjavíkur­ akademíunni. Hún var heiðursfélagi í Upplýsingu frá 2012. Fræðimennska og fagmennska voru Arndísi í blóð borin. Sjálf var ég svo heppin að njóta leiðsagnar hennar á þrjá vegu, sem nemandi í bókasafnsfræði, sem myndlistarnemandi og bókasafnsnotandi í MHÍ og sem samstarfsmaður. Hún var framúrskarandi kennari, vel skipulögð, hafsjór af fróðleik og góð fyrirmynd. Það var gaman í tímum hjá henni. Hún hafði einstakt lag á að vekja áhuga, það get ég vottað, bæði sem nemandi hennar og samstarfsmaður, og með því að fylgjast með henni aðstoða aðra bókasafnsgesti í MHÍ og LHÍ. Arndís var glæsileg kona með hægláta og fágaða framkomu. Hún fylgdist vel með í sínu fagi, var áhugasöm um nýjungar, einnig það sem á undan var gengið, og sýndi ætíð ráðdeild og smekkvísi. Arndís bar yfirbragð heimskonu og eins og einn kollegi okkar komst að orði, þá var það í hennar stíl að kveðja jarðvistina í háborginni París. Heimildir Arndís S. Árnadóttir. (1997). Bókasafn Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Í Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir (ritstj.), Sál aldanna: Íslensk bókasaöfn í fortíð og nútíð (bls. 173­193). Háskólaútgáfan. Arndís S. Árnadóttir. (E.d.). Hönnun og fræði. https://listrad.wordpress.com/ Arndís S. Árnadóttir. (2011). Nútímaheimilið í mótun: fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900-1970. Háskólaútgáfan. Elísabet V. Ingvarsdóttir. (2023, 7. október). [Minningargrein]. Morgunblaðið, 40. Páll Baldvin Baldvinsson. (2012, 2.­4. mars). Byltingarkennt innlegg: Nútímaheimilið í mótun er tvímælalaust eitt merkilegasta rannsóknarverk sem hér kom út á liðnu ári. Fréttablaðið, 40.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.