Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 52

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 52
52 Gunnhildur Kristín Björnsdóttir | Minning : Arndís Sigríður Árnadóttir Arndísi liggja sömuleiðis greinar í bókasafnsfræði, meðal annars um samræmt aðgengi og varðveislu listheimilda, stafræn myndgagnasöfn og íslensk bókverk. Með Arndísi er farin dýrmæt þekking. Í sjónmáli voru þrjár bækur, bók hennar um Svein Kjarval og sögu MHÍ í samstarfi við fleiri höfunda. Þá voru einnig skrif nokkuð á veg komin um íslenska hönnun í samstarfi við Elísabetu V. Ingvarsdóttur. Arndís átti þátt í að stofna norrænt samstarf listbókasafna (ARLIS/Norden) en bóka safn MHÍ var að hennar frumkvæði, ásamt bókasafni Listasafns Íslands, aðili að samtökunum frá upphafi 1986. Sjálf sat hún árum saman í stjórn samtakanna. Arndís hvatti önnur íslensk bókasöfn með listheimildir að taka þátt og fyrir hennar tilstuðlan urðu þau flest aðilar að samtökunum. Þátttaka íslenskra listbókasafna í ARLIS/Norden hefur verið til mikilla hagsbóta og víkkað sjóndeildarhring starfsmanna safnanna. Auk þátttöku í ARLIS/Norden, sat Arndís í stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar, var félagi í Listfræðafélagi Íslands og Reykjavíkur­ akademíunni. Hún var heiðursfélagi í Upplýsingu frá 2012. Fræðimennska og fagmennska voru Arndísi í blóð borin. Sjálf var ég svo heppin að njóta leiðsagnar hennar á þrjá vegu, sem nemandi í bókasafnsfræði, sem myndlistarnemandi og bókasafnsnotandi í MHÍ og sem samstarfsmaður. Hún var framúrskarandi kennari, vel skipulögð, hafsjór af fróðleik og góð fyrirmynd. Það var gaman í tímum hjá henni. Hún hafði einstakt lag á að vekja áhuga, það get ég vottað, bæði sem nemandi hennar og samstarfsmaður, og með því að fylgjast með henni aðstoða aðra bókasafnsgesti í MHÍ og LHÍ. Arndís var glæsileg kona með hægláta og fágaða framkomu. Hún fylgdist vel með í sínu fagi, var áhugasöm um nýjungar, einnig það sem á undan var gengið, og sýndi ætíð ráðdeild og smekkvísi. Arndís bar yfirbragð heimskonu og eins og einn kollegi okkar komst að orði, þá var það í hennar stíl að kveðja jarðvistina í háborginni París. Heimildir Arndís S. Árnadóttir. (1997). Bókasafn Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Í Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir (ritstj.), Sál aldanna: Íslensk bókasaöfn í fortíð og nútíð (bls. 173­193). Háskólaútgáfan. Arndís S. Árnadóttir. (E.d.). Hönnun og fræði. https://listrad.wordpress.com/ Arndís S. Árnadóttir. (2011). Nútímaheimilið í mótun: fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900-1970. Háskólaútgáfan. Elísabet V. Ingvarsdóttir. (2023, 7. október). [Minningargrein]. Morgunblaðið, 40. Páll Baldvin Baldvinsson. (2012, 2.­4. mars). Byltingarkennt innlegg: Nútímaheimilið í mótun er tvímælalaust eitt merkilegasta rannsóknarverk sem hér kom út á liðnu ári. Fréttablaðið, 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.