Bókasafnið - mar. 2024, Side 53
Bókasafnið 44. árg – 2024 53
Á nýliðnu ári, 2023 kom út á vegum Orkustofnunar ritið: Teikningasafn Orkustofnunar
og forvera, með undirtitlinum: Söguágrip og hlutverk teiknistofunnar. Höfundur ritsins
er Þórunn Erla Sighvats, upplýsingafræðingur. Ritið er 72 síður í A4 stærð, ríkulega skreytt
myndum, teikningum, dæmum og sýnishornum úr Teikningasafninu. Einnig eru settar fram
upplýsingar í töflum og nafnalistum og í tölfræðilegri samantekt koma fram tölur um magn
og umfang safnsins. Megintextinn skiptist í sjö kafla og aftast eru fjórir viðaukar.
Höfundur hóf störf hjá Orkustofnun árið
2007 og árið 2012 hóf hún vinnu við að
endurskrá Teikningasafnið í rafrænan
gagnagrunn, sem entist allar götur til
ársins 2018. Samhliða skráningunni var
safnið skannað til rafrænnar birtingar og
einnig geymsluskráð og pakkað niður til
afhendingar til Þjóðskjalasafns Íslands.
Starfsemi teiknistofunnar var formlega
hætt 1998 en nokkrar teikningar voru
skráðar í númeraröð safnsins fram á árið
2001. Þarna var því um lokað safn að
ræða, safn sem ekkert nýtt bættist í og
var elsti hlutinn löngu kominn fram yfir
tímamörk skylduskila til Þjóðskjalasafns.
Samhliða því að skrá safnið myndaðist
áhugi á að taka saman upplýsingar um
sögu þess og starfsemi teiknistofunnar og
um aðild þeirra fjölmörgu starfsmanna
sem stóðu að því að skapa þessa mikil
fenglegu heimild. Safnið telst um 40.000
númer og heildarfjöldi teikninga rúmlega
45.000. Undir mörgum númerum er fleiri
en ein teikning.
Sagan er löng, rekur sig til stofnunar embættis landsverkfræðings, fyrir aldamótin 1900 og
spannar alla tuttugustu öldina. Til er ágrip að sögu Orkustofnunar og forvera á vef Orku
stofnunar: https://orkustofnun.is/sagaorkustofnunar, en ennþá hefur saga stofnunar innar
og forvera hennar ekki verið skráð sem útgefin heimild.
Teikningasafn Orkustofnunar og forvera
Söguágrip og hlutverk teiknistofunnar
Mynd 1: forsíða bókarinnar
Höfundur: Þórunn Erla Sighvats