Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 62

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 62
62 Andrea Ævarsdóttir fór því á fyrirlestra tengda því. Í þessu tilfelli voru fyrirlestrarnir hver öðrum áhugaverðari og vöktu mig til mikillar umhugsunar um hvernig ég gæti gert minn þáverandi vinnustað, Bókasafn Grindavíkur, meira aðlaðandi fyrir ólíka hópa og jafnvel fyrir þá innflytjendur og flóttamenn sem höfðu flust til Grindavíkur síðustu mánuði frá Venesúela og Úkraínu. 26. janúar 2023 Næsta dag mætti ég aftur í OsloMet kl. 9 til að hlusta á næsta aðalfyrirlesara: Geoffrey Yeo, sem er skjalastjóri upplýsingafræðideildarinnar í University College í London Hann flutti mjög áhugaverðan fyrirlestur að nafni „Beyond Institutions: Exploring Boundaries and Intersections Between Archival Science and Library and Information Studies“. Fjallaði hann aðallega um hvernig skjalasöfn verða út undan í kennslu í upplýsingafræði og hvernig auka mætti þekkingu fagfólks á þeim. Geoffrey var mjög skemmtilegur fyrirlesari, lifandi og fyndinn, en fjallaði vítt og breytt um efnið, enda á mörgu að taka. Eftir kaffihlé, sat ég ýmsa áhugaverða fyrirlestra um skólabókasöfn undir þemanu „School libraries and services aimed at children“. Ekki síður áhugavert var kaffispjall dagsins við nokkra ráðstefnugesti. Við ræddum um ólík verkefni og hlutverk bókasafna í Kanada, Noregi, Þýskalandi og á Íslandi. Svona samtöl eru sennilega eitt af því besta við ráðstefnur, sjóndeildarhringurinn víkkar, en um leið sjáum við að við erum öll eins. Upplýsingafræðingar frá Norður­Noregi gætu t.d. lært margt af okkur og við einnig margt af þeim. Svipuð samfélagsgerð en ólík uppbygging innviða gerir það að verkum að bókasöfn í litlum bæjum eru rekin á mjög ólíkan hátt á Ísland og í Noregi. 27. janúar 2023 Dagurinn byrjaði með kynnisferð um Deichman Björvika Bókasafnið í Osló, þar sem Knut Skansen forstöðumaður fór með hópinn um safnið. Ég lét mig svo ekki vanta á áhugaverða lokafyrirlestra ráðstefnunnar um upplýsinga­ og þekkingarstjórn eða “Information and knowledge management”. Eftir hádegismat og „Bon voyage bingo!“ kvöddumst við þátttak­ endur með virktum eftir frábæra daga í góðum félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.