Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 63

Bókasafnið - mar. 2024, Qupperneq 63
Bókasafnið 44. árg – 2024 63 Dagana 14. – 17. september 2022 fór 14 manna hópur starfsfólks frá Bókasafni Kópavogs í starfsþróunarferð til Oslóar, en þar hefur menningarlífið breyst mikið á undanförnum árum, með byggingu margra nýrra menningarstofnana. Eftir takmarkaða möguleika til fræðslu og starfsþróunar starfsfólks vegna kórónuveiru­ faraldursins var gríðarlega mikilvægt að taka upp þráðinn að nýju og sækja fræðslu og inn­ blástur frá kollegum í fremstu röð. Hópurinn heimsótti fimm almenningsbókasöfn, landsbókasafn Noregs og sendiráð Íslands í Noregi. Dagskrá var frá morgni og fram eftir degi í tvo heila daga og hitti hópurinn forstöðu­ menn, verkefnastjóra, sérfræðinga og fleira fólk innan allra stofnana. Í sumum tilfellum voru settir upp sérstakir fundir með stjórnendum eða verkefnastjórum og öðru starfsfólki. En í hverri heimsókn fékk hópurinn fræðslu í einhverju formi. Á bókasöfnum í dag er áhersla lögð á þarfir gesta í nútímasamfélagi. Bókasöfn eru þess vegna svo miklu meira en einungis aðgangur að bókum. Bókasöfn eru fræðslusetur, menningar miðstöðvar, hús viðburða, athvarf, þriðji staðurinn og svo margt fleira og til að sinna öllum þessum hlutverkum þarf starfsfólk bókasafna sífellt að vera á tánum gangvart nýjungum. Það er ljóst að við getum ekki sótt í fræðslu af þessum toga hérlendis og því afar dýrmætt í okkar starfsþróun að sjá hvaða aðferðum aðrar þjóðir, sem standa okkur í sumu framar, eru að beita. Auk þess að styrkja starfsfólk í starfi, gerði ferðin Bókasafn Kópavogs að enn betra safni en það er nú þegar og starfsfólk kom heim með hugmyndir að ýmsum nýjungum og breytingum sem hægt er að hrinda í verk á safninu. Heimsótt voru bæði ný bókasöfn og rótgróin. Til dæmis opnaði almenningsbókasafnið Deichman Bjørvika í júní 2020 og telst nú vera flaggskip norskra bókasafna. Heimsókn þangað var mikið tilhlökkunarefni og sérstök upplifun, sérstaklega þegar litið er til þess að innan fárra ára á Bókasafn Kópavogs að fá nýtt útibú í efri byggðum bæjarins og það verkefni þarf að úthugsa frá grunni. Hluti af lögbundnum skyldum bókasafna er að gegna hlutverki þekkingarveitu og fræðslu­ stofnunar og efla, meðal annars, upplýsingalæsi og ánægjulestur. Það á við um allan aldur. Sá hópur sem síst sækir almenningsbókasöfn eru unglingar og almennt hafa unglingar ekki verið frægir fyrir bóklestur. Þennan hóp erum við sífellt að reyna að styðja betur. Í Osló fór hópurinn á sérstakt unglingabókasafn fyrir 10­15 ára og fræðslan sem við fengum þar hefur nú þegar gert mikið fyrir vinnu okkar fyrir unglinga. Starfsþróunarferð starfsfólks Bókasafns Kópavogs til Oslóar 14. – 17. september 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.