Bókasafnið - mar 2024, Page 63
Bókasafnið 44. árg – 2024 63
Dagana 14. – 17. september 2022 fór 14 manna hópur starfsfólks frá Bókasafni Kópavogs í
starfsþróunarferð til Oslóar, en þar hefur menningarlífið breyst mikið á undanförnum árum,
með byggingu margra nýrra menningarstofnana.
Eftir takmarkaða möguleika til fræðslu og starfsþróunar starfsfólks vegna kórónuveiru
faraldursins var gríðarlega mikilvægt að taka upp þráðinn að nýju og sækja fræðslu og inn
blástur frá kollegum í fremstu röð.
Hópurinn heimsótti fimm almenningsbókasöfn, landsbókasafn Noregs og sendiráð Íslands í
Noregi. Dagskrá var frá morgni og fram eftir degi í tvo heila daga og hitti hópurinn forstöðu
menn, verkefnastjóra, sérfræðinga og fleira fólk innan allra stofnana. Í sumum tilfellum voru
settir upp sérstakir fundir með stjórnendum eða verkefnastjórum og öðru starfsfólki. En í
hverri heimsókn fékk hópurinn fræðslu í einhverju formi.
Á bókasöfnum í dag er áhersla lögð á þarfir gesta í nútímasamfélagi. Bókasöfn eru þess
vegna svo miklu meira en einungis aðgangur að bókum. Bókasöfn eru fræðslusetur,
menningar miðstöðvar, hús viðburða, athvarf, þriðji staðurinn og svo margt fleira og til að
sinna öllum þessum hlutverkum þarf starfsfólk bókasafna sífellt að vera á tánum gangvart
nýjungum. Það er ljóst að við getum ekki sótt í fræðslu af þessum toga hérlendis og því afar
dýrmætt í okkar starfsþróun að sjá hvaða aðferðum aðrar þjóðir, sem standa okkur í sumu
framar, eru að beita.
Auk þess að styrkja starfsfólk í starfi, gerði ferðin Bókasafn Kópavogs að enn betra safni en
það er nú þegar og starfsfólk kom heim með hugmyndir að ýmsum nýjungum og breytingum
sem hægt er að hrinda í verk á safninu.
Heimsótt voru bæði ný bókasöfn og rótgróin. Til dæmis opnaði almenningsbókasafnið
Deichman Bjørvika í júní 2020 og telst nú vera flaggskip norskra bókasafna. Heimsókn
þangað var mikið tilhlökkunarefni og sérstök upplifun, sérstaklega þegar litið er til þess að
innan fárra ára á Bókasafn Kópavogs að fá nýtt útibú í efri byggðum bæjarins og það verkefni
þarf að úthugsa frá grunni.
Hluti af lögbundnum skyldum bókasafna er að gegna hlutverki þekkingarveitu og fræðslu
stofnunar og efla, meðal annars, upplýsingalæsi og ánægjulestur. Það á við um allan aldur.
Sá hópur sem síst sækir almenningsbókasöfn eru unglingar og almennt hafa unglingar ekki
verið frægir fyrir bóklestur. Þennan hóp erum við sífellt að reyna að styðja betur. Í Osló fór
hópurinn á sérstakt unglingabókasafn fyrir 1015 ára og fræðslan sem við fengum þar hefur
nú þegar gert mikið fyrir vinnu okkar fyrir unglinga.
Starfsþróunarferð starfsfólks Bókasafns
Kópavogs til Oslóar 14. – 17. september 2022