Bókasafnið - mar. 2024, Síða 66

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 66
66 Bókasafn Reykjanesbæjar Áður en við fórum frá Majorstuen hittum við fyrir tvo aðra bókasafnsfræðinga á safninu. Þeir kynntu fyrir okkur meginstarfsemi safnsins, þar á meðal mjög spennandi fræsafn þar sem hægt er að næla sé í fræ til gróðursetningar heimavið. Á vorin og fram á haust nýta starfsmenn safnsins einnig sólríkt svæði við innganginn til þess að vera með gróðurrækt í safninu. Gróðurinn sem samanstendur af hinum ýmsu kryddjurtum er lánþegum safnsins velkomið að nýta. 27. apríl 2023 Ferðalangarnir mættu eldhressir fyrir utan hótelið klukkan 8 að morgni og tóku strætó til Nittedal sem er sveitarfélag með rúmlega 20.000 íbúa. Bókasafnið er hátt til lofts og mjög opið og þar eru miklir og stórir gluggar með frábæru útsýni yfir bæinn og náttúruna. Þar tóku á móti okkur tveir bókasafnsfræðingar sem fóru almennt yfir starfsemi safnsins og fjölluðu sérstaklega um sumarlesturinn í Noregi, sem safnið sinnir af alúð. Sumarlesturinn þar er stafrænn og leikjavæddur og hefur notið mikilla vinsælda og vaxið ört á síðustu árum. Við í Bókasafni Reykjanesbæjar höfum hug á því að koma á sambærilegum sumarlestri hér heima og er það í vinnslu. Hægt er að lesa sér meira til um norska sumarlestrarverkefnið á vefsíðunni www.sommerles.no. Vert er að benda á að aðal síða verkefnisins liggur þó niðri yfir vetrartímann. Mynd 3: fræsafn Mynd 4: gróðurrækt á bókasafninu Mynd 5: í nittedaL

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.