Bókasafnið - mar. 2024, Síða 70

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 70
70 Árdís Ármannsdóttir og Tinna Lind Guðjónsdóttir Landsfundur Upplýsingar 2023 var haldinn í Haukaheimilinu Ásvöllum í Hafnarfirði dagana 21. og 22. september 2023. Yfirskrift fundarins var: Get ég aðstoðað? Þjónusta og uppbygging bókasafna í nútímasamfélagi og voru gestir um tvö hundrað talsins víðsvegar að af landinu. Lykilfyrirlesarar landsfundar voru þeir Jan Holmquist og Kenneth Korstad Langås. Dagskrá og framkvæmd fundarins voru í höndum Bókasafns Hafnarfjarðar og Bókasafns Garðabæjar. Nefndina skipuðu Sigrún Guðnadóttir formaður, Margrét Sigurgeirsdóttir, Hugrún Margrét, Þorbjörg Bergmann, Unnur Möller, Gunnhildur Ægisdóttir og Sigríður Júlíana Sighvatsdóttir. Bókasafnsþjónusta er hverju samfélagi mikilvæg Erindin sem flutt voru á fundinum voru fjölbreytt og fróðleg. Jan Holmquist fjallaði um aðlögun að breytingum og umbreytingu bókasafnsþjónustu fyrir nútímasamfélag. Kenneth Korstad Langås ræddi mikilvægi bókasafna í erindi sínu og hvernig þau eru ákveðið bjargráð nærsamfélagsins. Hjónin Agnes og Elias Våhlund, barnabókahöfundur og teiknari, stigu einnig á svið og fjölluðu um bókaröðina sína Handbók fyrir ofurhetjur sem nær sannað er að hafa breytt lífi barna. Þau ræddu hugmyndir sínar og ferlið bak við bókaskrifin, en bókaröðin er mjög vinsæl á Íslandi. Get ég aðstoðað? Landsfundur Upplýsingar 2023 Mynd 1: Landsfundarnefnd 2023 Höfundar: Árdís Ármannsdóttir og Tinna Lind Guðjónsdóttir

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.