Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 19

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 19
rt sv SVONA GERUM GarðarGíslason Nýjarleiðir í félagsfræði Mig langar til að segja ykkur frá . tilraunaáfanga sem hefur verið í gangi í Menntaskólanum í Kópa- vogi síðan unr áramót. Þennan áfanga köllum við Félagslíf fatl- aðra. Áfanginn er skipulagður í samvinnu við Félagsmálastofnun Kópavogs og það var reyndar at- vinnumálafulltrúi þeirrar stofnun- ar, Fírafn Sæmundsson, sem átti frumhugmyndina. Flugmynd Flrafns var sú að reyna að tengja saman í leik og starfi fatlaða ein- staklinga og nemendur M.K. Út frá því settum við upp þau megin- marknrið að þessi áfangi ætti í fyrsta lagi að gefa nemendum M.K. tækifæri á að kynnast fötluðu fólki og ýmsum gerðum fötlunar og svo hins vegar að gefa fötluðum aukin tækifæri til þess að umfangast ungt fólk og verja frístundum sínum í fé- lagsskap þess. Þátttakendur Við ákváðum að bjóða fyrst og fremst nemendum í lokaáföngum félagsfræðinnar þátttöku í þessu verkefni. Reyndist áhugi þeirra mikill og reyndar svo mikill að færri komust að en vildu. Félags- málastofnun Kópavogs aðstoðaði okkur hins vegar við að velja fólk úr hópi fatlaðra til að eiga þátt í þess- ari fyrstu tilraun. í þeim hópi voru bæði líkamlega fatlaðir einstakling- ar svo og þroskaheftir. Þó reyndum við að hafa þátttakendur á sem lík- ustum aldri, þótt aldur sé í sjálfu sér dálítið afstætt hugtak, til að tryggja sem svipuðust áhugamál. Úr þess- um þátttakendum mynduðum við svo hópa með tveim til þrem nem- endum og einum fötluðum einstak- lingi. Á þann hátt var hægt að auka umgangshóp hins fatlaða og jafn- framt gátu fleiri nemendur tekið þátt í tilrauninni en meirihluti þeirra sótti um að tá að vera með í þessari fyrstu tilraun. Framkvæmdin Við ákváðunr að áfanginn yrði bæði verklegur og bóklegur og að hann gæfi tvær námseiningar fyrir önnina. Verklegi þátturinn fólst í því að nemendur og fatlaðir hittust einu sinni í viku að meðaltali yfir önnina og fóru þá eitthvað sanran út, s.s. í leikhús, á ball eða í heim- sóknir. Bóklegi hlutinn átti að fræða nemendur um ýmsar tegund- Á meðan á verkefninu stóð héldu nemendur dagbók þar sem þeir skráðu niður öll atriði sem þeim fannst skipta máli í samskiptum sínurn við fatlaða og líka viðbrögð umhverfisins við þessu fólki. Síðan skrifuðu þeir ritgerð þar sem þeir studdust við dagbókina og fengu einkunn fyrir. Markmið ritgerðar- innar var tvíþætt, annars vegar átti hún að nýtast sem leiðbeiningar til þeirra nemenda sem tækju við eða kæmu nýir inn í hópinn og hins vegar átti hún að fjalla almennt um félagstengsl fatlaðra. Áfanganum lauk svo með munnlegu prófi þar sem frammi- staða nemandans ákvarðaði nánar þá einkunn sem hann fékk fyrir rit- gerðina. Prófendur voru kennari og svo fyrirlesarar vetrarins. Á þann hátt gátu fyrirlesararnir fengið tæki- færi til að sjá hvernig fræðslan skil- aði sértil nenrenda. Nokkrir nemendur úr áfanganum Félagslíf fatlaðra, ásamt Oddnýju Óttarsdóttur (í miðið). ir fötlunar og ýmis vandamál sem því fylgja að vera fatlaður. Til að sinna þessum þætti fengum við ýmsa fyrirlesara til að koma upp í skóla og fjalla þar um málefni fatl- aðra og hlutverk nemenda sem stuðningsaðila. Var hlutverk nem- enda einkum fólgið í því að reyna að: — vinna traust hins fatlaða — kynna fatlaða öðrum sem einnig gætu orðið vinir þeirra og kunn- ingjar — aðstoða við að skipuleggja og eyða frítíma — læra af fötluðum um fötlunina og hvað hún hefur í för með sér í víðasta skilningi — að hjálpa fötluðum til sjálfs- hjálpar Lokaorð Ég er ekki í nokkrum vafa um að áfangi á borð við þennan á fullt erindi inn í framhaldsskóla lands- ins. Við vitum að fjöldi fatlaðs fólks býr við félagslega einangrun. Það eru líka til hópar af ungu fólki sem vita lítið sem ekkert um fötlun og aðstæður fatlaðra en hafa mikinn áhuga á að kynna sér þau mál. Þessi tilraun tengdi saman ólíka hópa sem e.t.v. hefðu aldrei annars átt kost á því að kynnast og umgangast, og tókst tilraunin svo vel að við munum halda ótrauðir áfram á sörnu braut í Menntaskólanum í Kópavogi. Garðar Gíslason er kennari við Menntaskólann í Kópavogi. 19

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.