Ný menntamál - 01.06.1986, Page 28

Ný menntamál - 01.06.1986, Page 28
vaða áhrif hefur vitnisburður skóla á stöðu fólks þegar út á vinnumarkaðinn kemur? Er fólk betur sett með góðan vitnisburð eða skiptir hann engu máli? Þetta er nokkuð sem skólafólk þarf að hafa í huga þegar það gefur nemendum vitnisburð. í þessari grein verður ijallað um áhrif hefðbundins vitnisburðar skóla, þ.e. einkunna sem gefnar eru í tölum eða bókstöfum. Fjallað verður um hvernig einkunnir hafa áhrif þegar er verið að velja úr hópi umsækjenda um laus störf, en það er einmitt við slíkt sem þær eru helst notaðar. Ég byggi á athugun sem ég gerði hér á landi sumarið 1984. Ég aflaði mér ýtarlegra upplýsinga um ráðn- 28 ingar og starfsmannahald hjá 11 fyrirtækjum í Reykjavík. Upphaf- lega valdi ég 20 fyrirtæki m.t.t. að þau gæfu sem fjölbreyttasta mynd af íslenskum vinnumarkaði en níu sýndu ekki áhuga á að ræða þessi mál. Þó niðurstöðurnar byggi ekki á upplýsingum frá fleiri aðilum má samt telja að þær niðurstöður, sem ég get um hér á eftir, séu nokkuð réttar hvað varðar vinnumarkaðinn í Reykjavík. Auk eigin athugana byggi ég mikið á rannsóknum frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Lítum á nokkrar spurningar sem vert er að velta fyrir sér í tengslum við þetta efni: — Er algengt að vinnuveitendur fái upplýsingar um einkunnir? — Er mikið um að tekið sé tillit til einkunna við ráðningar? — Hvers vegna er tekið tillit til einkunna? — Eru einkunnir réttmætt og áreiðanlegt tæki til nota við ráðn- ingar? Er algengt að vinnuveitendur fái upplýsingar um einkunnir? Augljóst skilyrði þess að eink- unnir séu notaðar sem flokkunar- tæki er að vinnuveitandi fái vit- neskju um þær. Það gefur einnig auga leið að ástæðan fyrir því að fyrirtæki afla sér þessara upplýsinga er að þau telja sig geta haft gagn af þeim og ætla sér að nota þær. Þetta hefur m.a. verið athugað í Noregi (Rommetvedt, 198la og 198lb) og Svíþjóð (Gouiedo, 1970; skv. Rommetvedt, 198lb). Þar kemur það fram (eins og eðlilegt má teljast)

x

Ný menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.