Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 2

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 2
 4 Jón Rúnar Sveinsson tekur hið félagslega húsnæðiskerfi á Íslandi til umfjöllunar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þróun félagslegra íbúðabygginga fór hér hægt af stað og allt fram á sjöunda áratug 20. aldar var lítið byggt, bæði í samanburði við almennar íbúðabygg- ingar á Íslandi og við það sem þekktist erlendis. Hinar félagslegu íbúðir hér á landi voru lengst af í einkaeign, en það var mjög fátítt erlendis. Verkalýðshreyfing og verkalýðsflokkar voru virkir aðilar framan af í baráttu fyrir félagslegu húsnæði en frumkvæðið færðist síðar á hendur ríkis og sveitarfélaga. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar varð allsráðandi við lok síð- ustu aldar, sem gerði að verkum að félagslega kerfinu var lokað og treyst var eingöngu á frjálsan húsnæðismarkað. Sú ákvörðun setur fjölda Íslendinga miklar skorður þar sem þeir eiga erfitt með að komast yfir húsnæði eftir efnahagshrunið. Jón Rúnar spáir því að það dragi úr séreignarstefnunni á næstu árum líkt og gerðist í Finnlandi eftir hinar miklu efnahagsþreng- ingar þar í landi. Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg fjalla um fordóma og geðræn vandamál á Íslandi í samanburði við Bandaríkin og Þýskaland. Niðurstöður þeirra sýna að fordómar eru minni á Íslandi en í Bandaríkjunum, en virðast í flestum tilfellum vera meiri en í Þýskalandi. Almenningur á Íslandi hefur meiri fordóma gagnvart geðræn vandamálum en líkamlegum. Samanburðurinn við Bandaríkin og Þýskaland sýnir fram á að sömu þættir hafa oft áhrif á fordóma á Íslandi og í samanburðarlöndum, en í sumum tilfellum eru niðurstöðurnar ólíkar. Greinar þær sem hér birtast sjónum lesenda endurspegla þá breidd sem félagsfræðin hefur að geyma hvað aðferðir og kenningar varðar. Þær spanna allt frá gagnrýnni kenn­ ingarlegri hefð til spurningalistakannana þar sem beitt er ályktandi tölfræði í anda raunhyggju. Það er einlæg ósk ritstjórnar og útgefenda að viðtökur tímaritsins verði góðar – að það sjáist fljótt að þörf sé á sérstöku tímariti félagsfræðinga á Íslandi. Við hvetjum félagsfræðinga og félagsvísindafólk að tryggja framtíð tímaritsins með því að senda greinar til birtingar. Ingi Rúnar Eðvarðsson Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.