Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 18
20
Það er ætlunarverk þessarar greinar að hjálpa til við að endurvekja íslenskar stéttarannsóknir.
Ísland er stéttaþjóðfélag og áhrif stéttaskiptingar hafa aukist samfara nýfrjálshyggjuvæðingu
síðustu ára. Það er því ákaflega óheppilegt að stéttarannsóknum hefur ekki verið sinnt sem
skyldi. Sérstaklega ættu félagsfræðingar að taka þetta til sín. Stéttarhugtakið hefur frá upphafi
verið hornsteinn félagsfræðinnar og síðasta áratuginn hafa stéttarannsóknir gengið í endur-
nýjun lífdaga, beggja vegna Atlantsála.
Með tilliti til huglægu hliðarinnar þarf t.a.m. að rannsaka hvernig Íslendingar sjá fyrir
sér stéttakerfi þjóðfélagsins; hvað þeir sjá sem helstu orsök stéttamunar; hvort þeir sjái stéttar-
stöðu sem veigamikinn þátt í sjálfsmynd sinni og hvort huglæg stéttarstaða hafi marktækt spá-
gildi þegar kemur að viðhorfum og hegðun. Þar fyrir utan er af nægum rannsóknarefnum að
taka hvað þetta svið varðar. Þessi rannsókn hefur sýnt fram á það að ýmislegt leynist undir
yfirborðinu.
Yfirstétt
Efri
millistétt
Neðri
millistétt
Verka-
lýðsstétt
Undir-
stétt Samtals
Svara
ekki
Rúmenía 0,7 16,7 26,7 34 22 100 4,2
Sambía 4,3 22 26,1 14,7 32,9 100 17,2
Serbía 0,8 14,5 36,6 36,2 11,9 100 5
Síle 1,4 11,1 42,9 26,8 17,8 100 1
Slóvenía 1,2 22,3 36,3 35,5 4,7 100 2,3
Spánn 1,2 25,6 35 30,7 7,6 100 5,5
Suður-Afríka 2,4 15,2 19,5 18,9 43,9 100 5,5
Suður-Kórea 0,7 21,1 52,8 18,1 7,2 100 0
Sviss 3,4 45,6 39,4 10,7 1 100 4,1
Svíþjóð 2,1 39,3 37,6 16,1 5 100 11,6
Trínidad og Tóbagó 4,5 19,5 32,3 33,8 9,9 100 1,2
Tyrkland 2,1 28,9 38 25,6 5,3 100 4,9
Tæland 0,5 20,3 44,9 32,7 1,6 100 0,3
Tævan 0,8 23,9 35,5 33,6 6,3 100 0,6
Úkraína 0,8 15,8 34,2 39,1 10,1 100 6,5
Úrúgvæ 0,5 10 34,8 37,6 17,1 100 4,4
Víetnam 0,3 4,9 9,1 82,2 3,5 100 1
Þýskaland 0,8 24,1 40,3 31,4 3,4 100 7,1