Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 39

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 39
 41 Þorgerður Einarsdóttir sterkari þegnrétt kvenna; hinn pólitíski réttur kvenna er virkari en fyrr. Þetta breytta landslag átti einnig sinn þátt í að Alþingi lögfesti þau þrjú frumvörp sem getið var um hér í upphafi, þ.e. bann við vændiskaupum, kynjakvóta í fyrirtækjum og bann við nektardansi. Þessi laga- setning er táknræn og merkingarbær og endurspeglar á áhugaverðan hátt undirliggjandi rof í hugmyndunum um þegnrétt kvenna í samtíma okkar . Bann við vændiskaupum og nektardansi eru viðbrögð ríkisins, eftir áralanga baráttu kvennahreyfinga, til að sporna við klámvæðingu. Vændi og nektardans eru fyrirbæri sem klædd hafa verið í búning valfrelsis kvenna og ger- endahæfni. Sú framsetning horfir fram hjá aðstöðumun og valdatengslum, milli ríkra og fátækra landa, milli karla og kvenna, og milli hópa kvenna eftir stéttarstöðu. Eftir laga- setninguna eru þessi valdatengsl ekki lengur óvéfengd, réttmæti þeirra hefur verið dregið í efa. Þessar lagabreytingar eru tvímælalaust merki um vilja samfélagsins til að breyta umgjörðinni fyrir þátttöku kvenna í samfélaginu og áhrifum þeirra. Lögin um kynjakvóta skipta þannig ekki eingöngu máli fyrir þær konur sem eiga í hlut, þ.e. þær sem hugsanlega taka sæti í stjórnum fyrirtækja. Þau eru merkingarbær í víðara samhengi því þau endurspegla ákveðið hugmyndarof þegar þegnréttur kvenna er annars vegar. Þau eru skilaboð um að jaðarsetning kvenna frá stjórnun atvinnulífsins sé álitin óviðunandi. Á þann hátt styrkja lögin um kynjakvóta hugmyndir um þegnrétt kvenna til lengri tíma og þau skýra sjónarmið löggjafans um á hvaða forsendum konur skuli vera með og með hvaða formerkjum hlutdeild þeirra og þátttaka í samfélaginu skuli vera. Það getur hins vegar haft áhrif á kynjatengslin að fjarað hefur undan valdi stjórn- málanna yfir markaðnum. Hér í upphafi var nefnt að nýfrjálshyggja síðustu ára og áratuga hafi fært hugmyndalegt forræði frá stjórnmálum og stjórnmálamönnum til viðskiptalífsins og viðskiptamanna. Einn tilgangur einkavæðingar er m.a. að draga úr völdum stjórnmálamanna í fyrirtækjum og atvinnulífinu. Regluslökun og minnkandi eftirlit eru merki um það. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er vikið að því að hagsmunasamtök viðskiptalífsins hafi haft áhrif á þá lagalegu umgjörð sem fjármálafyrirtækjum var búin (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 8. bindi: 153). Vert er að hugleiða aukinn hlut kvenna í stjórnmálum og aukið áhrifa- vald þar í ljósi þessarar þróunar. Samantekt og lokaorð Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á þegnrétt kvenna og þær menningarlegu hugmyndir sem liggja honum til grundvallar. Sjónum hefur verið beint frá hugmyndum um útilokun kvenna og í átt að hugmyndum um hvernig, og á hvaða forsendum, konur eru taldar með og meðteknar í samfélaginu. Fjallað er um hlutdeild kvenna og samfélagslega þátttöku í samtíma okkar með hliðsjón af árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Margt er líkt þegar þegnréttur kvenna á þessum tveimur tímabilum er skoðaður, en margt er einnig ólíkt. Í greininni er leitast við að draga fram hliðstæður og samfellu en einnig hugmyndarof og uppbrot. Rýnt er í samfélagslegar aðstæður og töluleg gögn, umræður og orðræðu. Upphafsreitur umfjöllunarinnar er tvenns konar hliðstæður þessara tveggja tímabila. Annars vegar þrengingar eða kreppuástand og hins vegar staða kvenna, sem talin var með því besta sem gerist í heiminum út frá tilteknum sjónarmiðum. Út frá þessum forsendum er fjallað um stöðu kvenna og vilja þeirra til þátttöku sem birtist í mótmælum Kvenréttindafélagsins við jaðarsetningu kvenna í nefndum og ráðum á árunum 1917 og 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Undirtitill:
Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-875X
Tungumál:
Árgangar:
15
Fjöldi tölublaða/hefta:
20
Gefið út:
2010-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Félagsfræði Ritrýndar greinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/441905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: